"Guð blessi Ísland"

Í dag eru liðin sjö ár síðan Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsendingu í kjölfar efnahagshrunsins. Í lok ávarpsins sagði hann þau fleygu orð „Guð blessi Ísland“ sem urðu einsskonar upphafsorð efnahagskreppunnar á Íslandi. Seinna þann sama dag, 6.október var flutt frumvarp að neyðarlögum á Alþingi sem leyfðu ríkinu að taka yfir fjármálastofnanir sem voru í fjárhagsvanda. Fjármálaeftirlitið tók svo yfir Landsbankann og Glitni sólarhring síðar og Kaupþing aðfaranótt 9.október.

Hér má horfa á ávarpið í heild sinni

https://www.youtube.com/watch?v=nn9pag375Fk


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir