100 ár frá ţví ađ Titanic sökk

Í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að farþegaskipið Titanic sökk gefst fólki nú tækifæri til þess að sjá bíómyndina Titanic aftur í kvikmyndahúsum og að þessu sinni í þrívídd.

Fimmtán ár eru liðin frá því að bíómyndin Titanic var fyrst frumsýnd. Myndin sópaði til sín fjölda verðlauna, meðal annars fyrir bestu leikstjórnina og besta leikara í aðalhlutverki. Myndin var í fyrsta sæti yfir söluhæstu myndir allra tíma í 12 ár en þá tók önnur bíómynd undir leikstjórn James Cameron, Avatar, fyrsta sætið.

James Cameron sagði í viðtali við fréttastofu CBS að það hefði tekið 300 manns meira en ár að gera myndina tilbúna fyrir þrívídd.

Myndin er sýnd í Smárabíói og Háskólabíó í takmarkaðan tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir