100 ár frá ţví ađ Titanic sökk

Titanic
Í dag 15. apríl eru nákvæmlega 100 ár síðan breska skipið Titanic sökk eftir að hafa siglt á ísjaka á leið sinni frá Englandi til Bandaríkjanna. Titanic var smíðað í Liverpool árið 1912 og var hluti af Olympic skipum, skipafélagsins White Star line og var þegar það var sjósett stærsta skip sem nokkur tíman hafði verið búið til eða 269 m að lengd og vó 46 þúsund tonn. Skipið gat borið um 2400 farþega og var áhöfn skipsins tæplega 900 manns. Titanic lagði af stað frá Southampton til New York 10. apríl 1912 í sína fyrstu og einu ferð en ferðin yfir Atantshafið átti að taka 7 daga. Á fimmta degi ferðarinar seint um kvöldið sigldi skipið hins vegar á ísjaka með þeim afleiðingum að gat kom á það og sjór flæddi inn. Það var svo nokkrum stundum síðar þegar skipið sem talið var ósökkvanlegt sökk. Um borð voru 2224 manns en aðeins tókst að bjarga 710 sem voru mest konur og börn. Þetta er talið mesta sjóslys sögunar og alveg örugglega það frægasta, James Cameron gerði kvikmynd um Titanic 1997 sem segir söguna af slysinu og fólkinu sem þar var. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir