100 ára saga okkar á 10 mínútum

Í þessu áhugaverða vídeói koma fram hinir ýmsu atburðir sem við mannfólkið höfum gert seinast liðin hundrað ár. 

Eftir að hafa horft á þetta vídeó gat ég ekki annað en furðað mig á því hvað okkur mannfólkinu hefur bara ekkert farið fram í ákveðnum málum og ákvað ég því að skrifa örstuttan pistil um þetta og deila með ykkur.


Fyrir mér vógu öll þessi stríð og endalausa mannslátrun upp á móti þeim einstaka gleði fréttum sem í þessu vídeói voru. 

Við, þessar bráðgáfuðu vitsmunaverur. Eða hvað? Við erum bara í nákvæmlega sama farinu og fyrir 100 árum, nei bíddu, við erum að vísu með betri vopn núna.


Þessu virðist ekki ætla að linna og stríðin færa sig bara frá einu landi til annars og svona höldum við áfram að fara illa með þessa einu jörð sem við höfum og þetta eina líf sem við fengum í hendurnar.


Þó svo að þetta sé frekar drungalegt vídeó má nú ekki gleyma því að inn í þetta vantar helling af jákvæðum fréttum til dæmis þær rosalegu framfarir sem okkur hefur tekist að ná í læknisvísindum. 


En maður spyr sig, hvert værum við komin ef við gætum hætt að einbeita okkur að því hvað næsti maður er að gera og unnið í sameiningu að því að gera þennan heim betri.


Með takmarkaða trú á mannfólkinu, 


Aníta Estíva Harðardóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir