18 ára stúlkur í gćsluvarđhaldi í Prag

Mynd: tékknekska lögreglan

Tvær 18 ára íslenskar stúlkur voru úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald í Prag síðastliðinn föstudag. Þrjú kíló af kókaíni fundust í töskum þeirra eftir mikla leit, en neita þær allri sök í málinu.

Talið er að þrír mánuðir í það minnsta muni líða þar til dómur fæst í máli þeirra. Ef stúlkurnar eru fundnar sekar bíða þeirra allt að 5-8 ára fangelsisdómur í Prag þar sem aðstæður eru allt aðrar en í fangelsum á Íslandi. Það er enginn framsalssamningur á milli Íslands og Prag og því gætu stúlkurnar ekki afplánað hugsanlega dóma hér á landi.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er kominn í málið og ræðismaður Íslands í Prag er í sambandi við stúlkurnar.

Össur telur málið afar viðkvæmt og sagði hann í viðtali við Fréttablaðið í dag:

 "Það auðvitað veldur miklu angri. Við erum boðin og búin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða götu þeirra en því miður getum við ekki hrifið menn út úr fangelsum eða varðhaldi eins og þessar stúlkur hafa verið úrskurðar í – en við gerum okkar besta,"


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir