260 milljónir til ungs fólks

Hjörtur Ágústsson - Mynd: Unak.is
Ungu fólki á Íslandi á aldrinum 13 til 30 ára gefst nú kostur á að sækja styrki til áætlunar Evrópusambandsins til ungmennastarfs. Áætlunin, sem ber heitið Evrópa unga fólksins, veitir styrki til þess að framkvæma eigin verkefni, verkefnavinnu milli landa og stunda sjálfboðavinnu. Heildarúthlutun styrkjanna til Íslands hleypur á 260 milljónum, en Ísland tekur þátt ásamt 27
Evrópusambandslöndum og 5 löndum sem standa utan sambandsins.

Yfirlýstur tilgangur verkefnisins er að efla óformlegt nám á skapandi vettvangi og veita tækifæri til að framkvæma eigin verkefni. En eitt slíkt verkefni er graffítí-listaverkið á vegg Amaro-hússins á Akureyri.

,,Þetta gefur fólki oft betri sýn á sínar framtíðarákvarðanir“ segir Hjörtur Ágústsson kynningafulltrúi hjá Evrópu unga fólksins. Bendir hann einnig á aukna tungumálakunnáttu þeirra sem tekur þátt. Mikill skortur sé á íslenskum ungmennum í verkefninu, aðalvandinn sé að ungt fólk viti ekki af þessum möguleika. Evrópa unga fólksins styrkti 63 verkefni í fyrra, reynt er að láta bestu verkefnin fá styrk.

Skilyrði fyrir samþykkt sé að verkefnið sé gert að frumkvæði ungs fólks og ekki séu færri en 4 sem taki þátt. ,,Einu takmörkin er ímyndunaraflið“ segir Hjörtur.

Ísland heillar
Mikið af ungu fólki frá Evrópu sækir til Íslands,en samkvæmt Hirti er það oft fólk með meistaranám sem fær ekki vinnu á meginlandi Evrópu. Styrkur til sjálfboðavinnu gildir fyrir bæði mat og húsnæði, fólk þarf einungis að borga 10% af ferðakostnaði. Svo gefst ungu fólki kostur á að sækja námskeið milli landa. Hér á landi er kostnaðurinn niðurgreiddur að undanskildum 5000 krónum sem umsækjandi þarf að reiða fram sjálfur.

,,Evrópusambandið mælir áhrif verkefnisins á þátttakendurna, til þess að tryggja árangur af þessu“ segir Hjörtur og vitnar í árlega könnun þar sem mikil ánægja mælist með starfsemi verkefnisins. Stór hluti svarenda tekur fram að þeir haldi áfram þátttöku í fjölþjóðlegum verkefnum. Mikla athygli vekur að fólk telur sig meira evrópskt eftir þátttöku, Hjörtur skýrir það með samheldni sem myndast meðal þátttakenda þegar unnin eru lengri verkefni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir