57 mismunandi skeggsnyrtingar

Sameer Mehta
Á fjórum árum hefur Indverski kaupsýslumaðurinn Sameer Mehta státað 57 mismunandi skeggsnyrtingum. Vegna þessa er hann kominn í Limca metabókina sem er indverska útgáfan af heimsmetabók Guinnes.

Það tekur hann um mánuð og ellefu þúsund krónur á mánuði að búa til nýjan stíl á skeggið. Mehta sagði þetta við indverska fjölmiðla ,,Ég nota skeggið til að túlka hluti án þess að segja það upphátt.” Á þjóðhátíðardaginn lét hann raka og mála indverska fánann í skeggið, á valentínusardaginn lét hann raka hjarta í skeggið og þegar indverjar gengu til kosninga í fyrra var hann með kosningamerki rakað í skeggið. 

Það var fyrir fjórum árum þegar hann lá á sjúkrahúsi eftir að botnlangi hans hafði verið fjarlægður sem hann fékk humyndina að skeggsnyrtingunum. Hann taldi að karlmenn hefðu mun færri tískufyrirbrigði til að tjá hug sinn á meðan konur hefðu mörg slík. 

 ÞER

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir