„Ætlaði að kenna þjófunum lexíu"

www.healthyliquor.com
Maður nokkur í Ungverjalandi hefur viðurkennt að hafa sett frostlög í vínframleiðslu sína til að sporna við áfengisþjófum. Þetta varð til þess að einn maður lést af þessum sökum og fimm þurftu að leita sér læknishjálpar.


Maðurinn er 37 ára gamall og býr 50 kílómetrum frá Búdapest. Hann var orðinn langþreyttur á því að þjófal stælu frá honum áfengi, og því fékk hann þá hugmynd í kollinn að bæta smá frostlögi útí áfengisframleiðslunu til að kenna þjófunum smávegis lexíu.

Ætlun hans var þó ekki að drepa neinn heldur einungis gera þjófana veika, greinilega ekki úthugsuð hugmynd hjá vínframleiðandanum.

Maðurinn sem lést af þessum sökum er þrítugur maður sem hefur áður gerst sekur um þjófnað. Hann tók ófrjálsri hendi vín úr geymslu eigandans 24.október síðastliðinn og deildi vínunum með félögum sínum. Sá maður var fluttur á spítala nokkrum dögum seinna og lést 1.nóvember. Fimm aðrir sem neyttu vínsins dvelja nú á spítala og er ástand þeirra talið alvarlegt.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir