"Bransi sem reynir á okkur sem manneskjur"

Helgi Gunnlaugsson er vel þekktur og meðal okkar fremstu afbrotafræðinga um þessar mundir. Hann lauk BA prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Hann lauk MA prófi University of Missouri í Bandaríkjunum 1985 og kláraði svo doktorspróf í félagsfræði með áherslu á afbrotafræði og réttarfélagsfræði frá sama skóla árið 1992. Helgi starfar sem prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands í Reykjavík og meðal þess sem hann kennir er afbrotafræði, sjúkdómsvæðing og samfélag, nútímakenningar í félagsfræði, málstofa í afbrotafræði og tómstundafræði og leggur mikla áherslu á viðbrögð samfélagsins við afbrotum.

Helgi hefur tekið þátt í þó nokkrum rannsóknum hérlendis og erlendis er allir tengjast afbrotum, t.d. ástæðum afbrota, tegundum afbrota og refsingum og kom nú síðast út greinasafn eftir hann árið 2008 undir nafninu “Afbrot á Íslandi”.

Núna síðastliðinn fimmtudag var einmitt fyrirlestur undir sama nafni í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti og mátti sjá þar bæði kennara, lögreglumenn, nemendur Háskólans á Akureyri ásamt fleiri áhugasömum. Fyrirlesturinn með Helga var bæði skemmtilegur, áhugaverður og fræðandi. Þar kynnti hann fyrir hlustendum fyrrnefnt greinasafn og helstu þætti sem þar koma fram ásamt því að kynna fyrir viðstöddum niðurstöður úr rannsókn sinni um menntun fanga á Íslandi. Áhugavert var að sjá niðurstöður rannsóknarinnar sem benda einmitt til þess að þeir sem á annað borð hneigjast að glæpum skuli í miklum mæli vera einstaklingar sem flosnað hafa upp úr námi og jafnvel ekki lokið lágmarks skyldunámi. Stór hluti þeirra sem sátu í fangelsi á Íslandi fyrir afbrot voru einmitt einstaklingar með minni menntun og jafnvel minni starfsreynslu en margir hverjir og mátti sjá talsverðan mun hvað þetta varðaði í samanburði við Norðurlöndin.

Af þeim föngum sem Helgi ræddi við höfðu einnig u.þ.b. helmingur fanga verið áður í fangelsi sem benti einmitt til þessara síbrotatíðni sem Helgi var einnig að ræða um. Á meðal þess sem þar kemur fram að einstaklingar sem fara inn á þessa braut af einni ástæðu eða annarri eigi erfitt með að fara inn á beinu brautina strax að því loknu heldur hafa tilhneigingu til að festast í afbrotum, glæpum og öðrum óförum og á leið þeirra oftar en einu sinni um fangageymslurnar.

Það sem var hluti af rannsókn Helga var jákvæðum nótum en það var áhugi meðal fanga á námi meðan á fangelsisvist stendur eða jafnvel eftir afplánun. Það var merkilegt að sjá að um 25% fanga eru í námi á meðan á vist þeirra stendur og mjög stór hluti hafði áhuga á námi af einhverju tagi. Þegar fangar voru spurðir að helstu ástæðu þess að þeir voru ekki í námi að svo stöddu svöruðu þeir að þeim vantaði upplýsingar um nám og nefndu þeir einnig aðstæður sínar í fangelsum sem ástæðu. Helgi fór aðeins inn á siðferðilegar pælingar í sambandi við þetta og kom sjálfur fram með punkta sem hann hafði heyrt, t.a.m. hvort að fangar ættu rétt á að stunda nám, hvort afbrotamenn ættu það skilið að fá að vinna í sjálfum sér, mennta sjálfa sig og sjálfið meðan þeir afplánuðu refsivist fyrir glæpi gagnvart samfélaginu og meðlimum samfélagsins. Niðurstaðan var kannski helst sú hvort við græddum meira á að mennta einstaklinginn og fá hann betri út í samfélagið eða halda fast í hina gamaldags “tönn fyrir tönn” hugsjón sem tíðkastið fyrr á árum?  

Þegar var litið betur á tegund afbrota í samhengi við tíðni og endurkomu einstaklinga í fangelsi komu niðurstöðurnar á óvart. Kynferðisafbrotamenn koma síst aftur fyrir endurtekin brot en auðgunarbrotamenn eru þeir sem koma hvað oftast aftur í refsivistina. Þegar rannsókn Helga var gerð á árunum 2006 og 2007 voru einnig mjög fáir fangar af erlendu brotnir sem er kannski ekki beint það sem við mátti búast miðað við hvað mikið af glæpum sem hafa verið í umfjölluninni síðustu mánuði og ár hafa einmitt verið tengd við útlendinga, innflytjendur og farandverkamenn t.d.

Helgi lifir sig inn í fagið og talaði af innlifun og mátti sjá áhuga hans hreinlega skína af honum, hugmyndir hans eru miklar og áhugaverðar í sambandi við afbrotafræðina og sagði hann sjálfur að eftir 20 ára starf í þessum heimi sé hann ennþá bara á byrjunarreit. Það er mikil kvöl og pína í þessu. Kvöl þolenda, kvöl gerenda, kvöld aðstandenda beggja hliða og er málaflokkur þessi flæktur inn í svo margar hliðar samfélagsins sem ekki er hægt að greina frá í einni rannsókn.

Fyrir þá sem hafa áhuga á afbrotafræði og hugsa út í siðferðilegar hliðar samfélagsins, gefa gaum að þeim ótrúlega margbreytileika mannskepnunnar og afleiðingum allra ákvarðanna okkar eiga tvímælalaust að ná sér í eintak af "Afbrot á Íslandi" og hafa hana á náttborðinu. Það er ekki bara ritsafn sem er bara ætlað afbrotafræðingum og öðrum fræðimönnum heldur líka öllum hinum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir