,,Einlægnin skiptir máli“

Hilda Jana (Mynd: DV)
Sjónvarpstöðin N4 hefur verið að hasla sér völl á Akureyri síðastliðin ár, mælingar Capacenthafa sýnt að vikulegt áhorf á stöðina allt að 43% sem telur 110 þúsund Íslendinga. N4 hefur skapað sér sérstöðu með mýkra sjónvarpsefni með áherslu á landbyggðina.  ,,Við pössum okkur á að verða alls ekki of töff“ segir Hilda Jana Gísladóttir dagskrárstjóri. Bendir hún að tímasetningin hafi skipt sköpum þar sem andrúmsloftið eftir hrun hafi kallað á minni glys ogmeiri jarðbindingu í efnistökum.

,,Ég var minna kannski týpan í hörkufréttirnar“ segir Hilda Jana með hressileika og nýtur sín augljóslega í sviðsljósinu. Hún hefur starfað á stöðinni í 3 ár, en hefur komið víða við ásínum ferli. Hilda lauk námi í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri, kveðst hún frekar hafa viljað í fjölmiðlafræði, en það hafi ekki verið í boði á sínum tíma. Hún tók virkan þátt í félags-og kynningarstarfi innan skólans og þar hafi hún fyrst komist í tæri við fjölmiðla, þá með þáttinn Háskólahornið á sjónvarpsstöðinni Aksjón. Þaðan lá leið Hildu til Stöð 2, ,, Ég kom og vissi ekki einu sinni hvernig átti að opna húsið, þeir hlóðu strax á mig verkefnum og klukkutíma síðar var ég með innslag í morgunfréttir Bylgjunnar.“

Leið hennar lá svo til RÚV þar sem hún starfaði á svæðisstöðinni á Akureyri. ,, Ímyndin varað það væri miklu auðveldara að starfa á RÚV, en munurinn er ekki mikill, sérstaklega ekkiá svæðisstöðvunum“ segir Hilda og bendir á að vinnuálag á fréttamenn geti haft slæm áhrifá störfin. Lítill tími sem gæfist í hverja frétt leiddi til þess að fréttamaður þyrfti að ákveðafréttina fyrirfram.

,,Svo byrjaði niðurskurðarstemmingin, það er engin launung að ég var miður mín að missa vinnunna,, en Hilda Jana grínast með að hafa hlaupið út grátandi, en hún missi vinnuna hjá RÚV í kjölfar Bankahrunsins og lokun svæðisútsendinga útvarps.

Það sem helst hafi stuðað hana við störf á stærri fjölmiðlum hafi verið það sem hún kallar landsbyggðarhroka, fréttamat hafi byggst á hvað Reykvíkingum þætti gaman að vita um Akureyri, ekki öfugt. „,Stundum var fyrirfram búið að ákveða að fréttamenn á landsbyggðinni væru heimskir2“ segir Hilda Jana, og gæti skýrt vilja hennar til að skapa jákvæða mynd af landsbyggðinni.

Rekstur N4, eins og flestra fjölmiðla, er stöðug barátta. ,,Til þess að standa undir okkurþurfum við að nýta fólkið og tækifærin til að skapa peninga. Eins frábært og það væri fyrirfjölmiðla að þurfa ekki að spá í peningum“ segir Hilda Jana. Auglýsingasamkeppnin við aðrarsjónvarpsstöðvar sé hörð þar sem ekki eru til peningar í ímyndarherferð sem geri vörumerkiðN4 ekki jafn eftirsótt þrátt fyrir áhorf sé mikið samkvæmt mælingum.

Fyrir þremur árum hafði N4 6 starfsmenn, en nú eru 15 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Stöðugt sé verið að bæta viðverkefnum, N4 dagskráin kemur út vikulega og búið sé að stofna framleiðslufyrirtæki. Svo sjá starfsmenn N4 um upptökur af viðburðum eins og opnum bæjarstjórnarfundi í Hofi sem haldinn verður föstudaginn 8.febrúar kl.16:00.

Að mati Hildu Jönu liggur sérstaða N4 í áherslu sinni á málefnum landsbyggðarinnar,lengri samtölum við viðmælendur og mikilli einlægni. ,,Hér hleypur tíminn aldrei fráokkur. Einlægnin skiptir máli“ segir Hilda Jana. Hún upplifir að bilið hafi breikkað á millilandbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Þegar hún hafi alist upp hafi vinir hennar í Reykjavík átt fjölmarga ættingja á landsbyggðinni sem hafi skapað umgang. En það gildi ekki fyrir nýja kynslóð og ættingjarnir verði fjarskyldari.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir