„Heilög ţriđjudagskvöld“

Kórsöngvarar
Þriðjudagskvöldin hjá mér eru heilög, því að þá er söngæfing í Kór Akureyrarkirkju og ekkert annað kemst að þá stundina en að mæta á söngæfingu. Skólabókunum er skellt aftur og prjónarnir lagðir til hliðar en taskan með nótunum er sett efst á aðgerðarlistann.

Markmiðið er sett á þessa æfingu einu sinni í viku hvort sem hún kann síðan að verða leiðinleg eða skemmtileg sem hún er þó sem betur fer oftast. Það má líkja þessu við nef fíkniefnaneytandans sem finnur lykt af „kókinu“, það er bara eyra söngvarans í kórnum sem heyrir aðeins; æfing, æfing, æfing.

Að syngja í kór er sérstök kúnst. Þú mætir á staðinn, hittir aðra söngfélaga og spjallar aðeins ef tími er til. Síðan sest þú á þinn bás ef enginn annar hefur náð honum á undan þér því ef þú hefur verið lengi í sama kórnum ertu búin að eyrnamerkja þér þitt sæti og það getur tekið tíma og lagni að breyta því. Svo byrjar æfingin. Hitað er upp með úúúúuúú,ííííííí,aaaaaaaa í alls konar útgáfum og tilbrigðum. Raddböndin og lungun þanin líkt og um lífið sjálft sé að tefla enda er þetta líf söngvarans í sjálfu sér og ekkert sem getur breytt því. Allar áhyggjur og ergelsi dagsins fljúga út í loftið með útblæstrinum og eiga ekki möguleika á að fara til baka á innsoginu því að eina hugsunin sem kemst að, er að halda öllum söngvöðvum í sæmilega réttri stöðu til að ná þessu eina takmarki, að finna hinn eina sanna samhljóm sem eingöngu finnst í kórsöng og það er hin stóra kúnst. Eftir æfinguna er rölt heim á leið og eina hugsunin þá stundina er; ég get ekki beðið eftir næstu æfingu! Enda sannar málshátturinn að: „Enginn reiður maður getur sungið“.

Sesselja B.Jónsdóttir

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir