"Kúgarar - Nú er nóg komið!"

Kúgarar - Nú er nóg komið!
Heimildarmyndin „Kúgarar“, eða „Bully“ á ensku, hefur nú fengið stimpilinn PG-13. En PG-13 þýðir að myndin er leyfð öllum nema einstaklinga sem eru yngri en 13 ára. Þó geta einstaklingar yngri en 13 ára horft á myndina undir eftirliti fullorðinna.

Framleiðendur og aðstandendur myndarinnar „Bully“ gagnrýndu mikið fyrra stimpilinn sem myndin hafði fengið. En upprunalega átti myndin að fá R sem stimipil sem þýðir að einstaklingar 17ára og eldri mættu sjá myndina.

Mikið var þrýst á að fá PG-13 stimpil á myndina þar sem myndin fjallar um einelti. Leikstjórinn Lee Hirsch segir myndina sýna einelti í sinni raunverulegustu mynd.

Stikla úr myndinni má sjá hér að neðan:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir