Friđrik Dór kveikir nýjan eld

Sótt af www.google.is

„Þetta er stórt og mikið popplag sem ætti að koma fólki í gírinn og fyrsta lagið sem ég gef út af væntanlegri plötu minni sem kemur út næsta sumar“ segir Friðrik Dór um nýja lagið sitt „Kveikjum nýjan eld“  sem fór í spilun fyrir helgi.

Aðspurður hvort nýja platan sé með svipuðu móti og sú fyrri segir Friðrik Dór; „Já ég geri ráð fyrir því að hún verði í svipuðum dúr þannig séð. Við höfum auðvitað allir sem komum að þessu tekið miklum framförum á þessum tíma sem er liðinn frá síðustu plötu, þróast og bætt okkur. Svo vonandi verður hún bara enn betri en sú síðasta“

Friðrik Dór vinnur að plötunni með strákunum í StopWaitGo og Ólafi Arnalds.

Framundan hjá Friðriki er að klára næstu plötu og koma henni frá sér sem og að spila víðsvegar um landið.

Eitthvað að lokum?
„Já, ég minni alla Akureyringa á það að ég kem til með að spila á Kaffi Akureyri í kvöld, þann 4. febrúar, ásamt DJ Stinna. Þetta verður helvíti gott svo ég hvet alla til að láta sjá sig!“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir