Það er gott að búa á Akureyri

Jón Gunnar Þórðarson hefur á stuttum tíma náð að stimpla sig vel inn í leikhúslífið á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann komið sér vel fyrir á Akureyri og hafa meðal annars sýningar hans Rocky Horror, Hárið og Með fullri reisn slegið í gegn.

Hann heldur áfram að hrista upp í menningarlífi Akureyringa og fékk á dögunum styrk fyrir verkefni á vegum Silfurtunglsins. Blaðmaður Landpóstsins setti sig í samband við Jón Gunnar og spurði um styrkveitinguna og hvað væri á döfinni.

Fyrir hvaða verkefni er styrkurinn veittur?

Verkefnð kallast Listaflakk.  Listaflakkið er dagskrá sem Silfurtunglið stendur fyrir og er samstrafsverkefni Silfurtunglsins, Tónlistarskólans á Akureyri og Myndlistarskóla Akureyrar.  Hugmyndin er að rekja listasöguna í gegnum listformin þrjú leiklist, tónlist og myndlist og taka fyrir ákveðin tímabil í listasögunni hverju sinni.  Alls eiga Listaflökkin að vera fjögur en möguleiki á því að þessi dagskrá verði fastur liður er mikill því að það er af nógu að taka.  Nú eru búin tvö Listaflökk, fyrst var tekið fyrir Rómantík og Natúralisma.  Þá leiklas Silfurtunglið verk eftir Henrik Ibsen og August Strindberg, nemendur tónlistarskólans léku lög þess tíma m.a eftir Stravinsky og nemendur Myndlistarskólans teiknuðu upp leikmyndir eftir sviðslýsingum sem var varpað upp í Hömrum þar sem viðburðurinn var haldinn.  Þann 21.febrúar var annað kvöldið, þá var tekið fyrir samstraf Kurt Weill og Berthold Brecht.  Andrea Gylfadóttir söng lög og Þorvaldur Örn Davíðsson stjórnaðu 10 manna hljómsveit, stórleikararnir Gestur Einar, Sunna Borg og Skúli Gauta gengu til liðs við Silfurtunglið og lásu upp ljóð eftr Brecht. Viðburðurinn var ókeypis og húsið troðfylltist.  Í mars og apríl verða síðustu Flökkin, fyrst Post Modernismi og svo Söngleikjasprengjan.  Vinnan að þessu gengur vel og styrkurinn er eins og vítamínssprauta sem keyrir verkið áfram.

Hvað er meira á döfinni hjá Silfurtunglinu á árinu?

Silfurtunglið mun frumsýna verkið Saknað í Þjóðleikhúsinu í apríl.  Verkið var sýnt á Akureyri í Rýminu fyrir áramót.  Það er jákvætt fyrir Silfurtunglið að vera komið með annan fótinn inn í Þjóðleikhúsið og klárlega eitthvað sem okkur langar að vinna meira að í framtíðinni.  Þá er búið að þýða Saknað á ensku og drög komin að því að þýða það á þýsku og frönsku og vonandi að verkið fái almennilega dreifingu.  Söngleikjasprengjan verður bæði í Hofi og í Hörpu en þar eru allir helstu söngleikir heimsins teknir fyrir á 90 mínútum.  Við erum að tala um Lion King, Mamma Mía, We Will Rock You og fleiri og fleiri. 

Hvað er á döfinni hjá leikstjóranum á árinu?

Ég var að klára að leikstýra Himnaríki, það var mitt 7 leikrit á síðustu 14 mánuðum og núna held ég að ég slaki aðeins á og einbeiti mér að leikritaskrifum.

Þú ert en í samstarfi við leikfélag Hörgdæla, hvernig gengur vinnan við verkefnin þar?

Við fengum styrk fyrir að skrifa leikrit upp úr Sögunni; Djákninn á Myrká.  Það er mjög spennandi. Skúli Gauta mun sjá um tónlist og ég um leikstjórn og handritsgerð.  Ég er viss um að við munum gera verk sem í framtíðinni mun teljast klassískt (það er jákvætt).

Að lokum hvernig gengur að vera ungur leikstjóri að koma sér á framfæri á eins litlum stað og Akureyri?

Það er gott að búa á Akureyri.  Besti staður sem ég get hugsað mér fyrir barn til að alast upp á.  Því mun ég vera hér einhver ár í viðbót.  Ég hef leikstýrt verkum hjá LA, VMA, Leikfélagi Hörgdæla, Leikfélagi Húsavíkur og Freyvangsleikhúsinu.  Ég er nánast búinn með allt, en vil fara annan hring.  Ég hef leikstýrt 6 leiksýningum hjá LA en enn ekki leikstýrt í Samkomuhúsinu svo að það er klárlega markmið svo á ég einnig eftir Leikfélag Dalvíkur.  Norðlendingar eru vingjarnlegir og taka mér vel og það er gaman að vinna hér.  Hins vegar finnst mér staða Leikfélagsins í dag vera ofsalega leiðinleg og sorgleg og vonast ég til þess að geta hjálpað við að snúa blaðinu við.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir