„Ţegar ţú selur frétt, selur ţú sjálfan ţig!“

Björn Ţorláksson (Mynd: Akureyri Vikublađ)
Þegar Birni Þorlákssyni bauðst starf sem ritstjóri Akureyrar Vikublaðs sumarið 2011, þurfti hann ekki að hugsa sig um. Hann neitaði boðinu. Hann taldi þetta vera vonlausa hugmynd og benti á að á Akureyri væri allt „gaddfreðið“ og allt markvært kæmi fram í dagskránum sem eru gefnar út í bænum.
Hann sagði þessa hugmynd lognast útaf á tveimur vikum og ef gefa ætti út auglýsingablað, þyrfti það að hafa mjúk og nærgætin efnistök til þess að eiga framtíð fyrir sér. Hugur Björns stóð ekki til að fara út í „krútt“ blaðamennsku og sölublaðamennsku, þar sem hans bakgrunnur væri Stöð 2, RÚV, blöð og aðrir landsmiðlar.

Björn segir að hann hafi fundað mánuðum saman um að setja á fót miðil sem var gagnrýnni en aðrir miðlar og eftir nánari umhugsun var þarna komið tækifæri fyrir hann og lét hann slag standa. Núna, sextán mánuðum síðar er hann ritstjóri Akureyrar vikublaðs og hefur algjörlega frjáls efnistök og þar að auki er ritstjórastefnan eftir hans höfði. Blaðið hefur gengið mjög vel.

Björn segir blaðamenn á blaðinu hafa markað sér ákveðið spor í byrjun. Efnistök ættu ekki að vera fríblaðaleg, blaðamenn settu sér það að spyrja erfiðra og gagnrýnna spurninga. Þeir hafa sem markmið að halda alltaf sinni línu sem er að vera ávallt í umræðu- og upplýsingahlutverki. Ekki er þó markmiðið að reyna gera skandala. Það þarf einnig að hafa í ofarlega á stefnuskránni varðhunds og aðhaldshlutverkið.

Það skiptir vissulega máli hvernig blöð hefja sína starfsemi og þegar kom að útgáfu fyrsta tölublaðsins vitnuðu allir landsmenn í það þar á meðal RÚV, Morgunblaðið, Vísir og fleiri. Björn segir að þegar að kemur að fréttaskrifum á blaðinu þá kemur fyrir að ekkert sérstakt sé til að gagnrýna. Það sem greinir blaðið frá öðrum miðlum er það að staðarmiðlar þurfa oft að taka mið af fámenniskenningunni, sem snýst um að meiri aðgát og nærgætni skuli sýna eftir því sem samfélagið er minna.

Þeir fara þó ekki eftir þessari kenningu, „við skrifum blaðið eins og við búum í New York“ segir Björn. Hann bætir við að oft hafi þetta snúið öllu við til að byrja með, en nú einu og hálfu ári síðar geta þeir birt frétt sem er bæði gagnrýnin og ágeng sem kemur kannski einhverjum í bænum illa. Björn segir fréttamat mótast af ólíkum aðstæðum. Við fáum hugmyndir eftir því á hvaða aldri við erum, hvort við eigum börn eða ekki, eftir umhverfi, hvar við ólumst upp og þar fram eftir götunum. Blaðamenn Björns hafa að leiðarljósi að vinna sína vinnu á heiðarlegan hátt.

Það er gjarnan á milli tannanna á fólki hversu mikið það „vorkennir“ fjölmiðlum og því umhverfi sem þeir hrærast í. Það er í rauninni almenningur sem veitir blaðamönnum aðhald og gagnrýunir þá. Um leið og þú selur frétt, selur þú sjálfan þig er það sem blaðamenn hafa að leiðarljósi. Þegar blaðið kom fyrst út var langt í frá að því væri vel tekið. Norðlendingar voru varaðir við því að auglýsa eða skipta við þá vegna þess að Dagskráin var svo lofuð. Dagskráin átti einnig að senda þau skilaboð að ekkert pláss væri fyrir þennan miðil, það var því ekki mikill drengskapur til að byrja með.

Smátt og smátt lærði almenningur og markaðurinn svo á þetta og áttaði sig á því að pláss er fyrir báða þessa miðla. Hann segir hafa verið ströggl að skrifa fyrstu blöðin og gríðarlega mikil vinna. Engin gagnvirkni var og engar upplýsingar fengust svo þetta var alfarið á þeirra vegum og almenningur hjálpaði ekkert.

Smám saman hefur 
síðan skapast trúnaðarsamband milli blaðs og manna. Núna berast þeim margar ábendingar, allt að tíu til fimmtán á dag bæði í gegnum síma og tölvupóst og hafa blaðamenn treyst fólki til þess að fara rétt með þessar ábendingar. Akureyri Vikublað hefur oft verið kallað „blaðið sem fólk sjálft hefur átt“.

Blaðið er í samkeppni við Vikudag en ritstjórnarstefna þessarra tveggja miðla er ólík sem og eigendavald.

Að lokum segir Björn að þeir á blaðinu njóti þess ennþá að geta viðhaft gagnrýnni efnistök því nóg af annarri hugsun var á markaðnum fyrir. Hann bendir á að almenningur sé farinn að venjast umhverfi sem hefði þótt óforsvaranlegt fyrir nokkrum árum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir