"Venjulegur dagur er virkilega óvenjulegur dagur!" - viðtal við Ernu Stefáns au-pair

Erna upp á Cannon Mountain í New Hampshire
Nú styttist í jólin og þá fer maður að hugsa um þá einstaklinga sem geta ekki eytt jólunum hjá sínum nánustu. Ég ákvað að heyra í Ernu Stefánsdóttir, áður nemandi í HA sem býr nú í Bandaríkjunum og verður þar yfir jólin. Hún er búinn að vera úti í tvo mánuði eða síðan 10, september og finnst upplifunin skemmtileg.

 Þegar ég spurði hana hvernig venjulegur dagur væri þarna úti svaraði hún að bragði “Venjulegur dagur er virkilega óvenjulegur dagur!.”

Enginn dagur er eins hjá henni Ernu, virku dagarnir eru yfirleitt meira afslappaðari en helgarnar. Vinnuvaktin hjá henni standa yfirleitt frá 8.30 á morgnana til tæplega sex á kvöldin. Hún á frí öll kvöld og allar helgar og nýtur það í eitthvað skemmtilegt.

Fyrsta sem ég spurði hana að var af hverju hún ákvað að fara á vit ævintýrana? “Ég ákvað að fara á vit ævintýranna af því ég þráði svo mikið breytingu, gera eitthvað nýtt, eitthvað skemmtilegt. Losna úr þessari daglegu rútínu þar sem maður veit nákvæmlega hvað er að fara að gerast á hverjum degi.”

Bandaríkin er staður sem allir vilja heimsækja. Ástæðan fyrir að Erna valdi frekar að fara til Bandaríkjanna en eitthvert annað er vegna þess að hún hafið áður séð svo stóran hluta af Evrópu, “það er tiltölulega ódýrt að ferðast innan Ameríkunnar svo vonandi næ ég að sjá helling á meðan ég er hérna. Eftir Ameríku verður svo klárlega valið að fara til Afríka og Ástralía! Suma hluti verður maður bara að upplifa." En af hverju au – pair starf fremur en eitthvað annað? “Að vera aupair í USA er bara hluti af því að upplifa ameríska drauminn, allavegana komast fjandi nálægt honum eins og ég sá hann fyrir mér, ég fæ þau fríðindi að vera 13mánuði í landinu, frítt fæði og húsnæði, smá pening í vasann, flugið og tryggingarnar greiddar fyrir mig ásamt ýmsu öðru og á þann hátt get ég ferðast ódýrt og fengið betri sýn á það hvernig amerísk menning er. Eg myndi ekki beint segja að það að vera aupair sé starf, ég allavegana sé þetta meira sem hálfgert frí, ég er allavegana ekki að hafa mikið fyrir þessu.”

Maður hefur heyrt margar sögur af slæmum fjölskyldum, hvernig er þín fjölskylda?“Fjölskyldan sem ég er hjá er rosa indæl, týbísk amerísk fjölskylda. Ungt par sem hefur verið gift í um 10 ár og synir þeirra tveir, 1árs og 4ár og jú og ekki má gleyma hundinum. Ótrúlegt hvað allir ameríkanar eiga hunda.”

Nú eru Bandaríkin eins og mörg lönd í rauninni, menningin er ekki sú sama allt staðar í landinu og þótt fylki séu hlið við hlið getur menninginn verið allt önnur hinum meginn við línuna. Hvar ert þú staðsett og muntu hafa tækifæri á því að ferðast? “Ég bý á aðalgötunni, alveg við miðbæinn í bæ sem heitir Natick og er staðsettur u.þ.b hálftíma vestan við Boston. Ég hef allar helgar í frí frá ”störfum” og get því notað þær í að ferðast.”

 Erna ætlar að vera eins og áður sagði 13 mánuði í Bandaríkjunum og eyða tólf af þeim í Natick og stutt ferðalög,“ég nota síðan síðasta mánuðinn í að ferðast um og sjá eitthvað skemmtilegt annars staðar í Bandaríkjunum.”

 
Það getur ekki verið auðvelt að vera svona lengi frá því sínu heimlandi, hvers saknaru mest? “Ég sakna klárlega fjölskyldunnar og vinanna minna mest og matinn sem mamma eldar. Ég sakna líka þess að geta lagt frá mér vatnsglas og tekið það upp 10 mínútum seinna án þess að það sé pollur á borðinu eftir það”.Það er líka söknuður í íslenska vatni,“Ég sakna þess að geta fengið frítt bragðgott vatn hvar sem ég er, ég keypti vatnflösku fyrir 5$ í bíó í gær og það var skelfilegt óbragð af því.”

Þegar ég spurði Ernu út í það hvernig það yrði að eyða jólunum þarna, vildi hún helst ekki hugsa um það, “Ég hef rosalega lítið pælt í því. Mér finnst eins og jólin séu svolítið mikið tími fjölskyldunnar, svo það að vera án fjölskyldunnar um jólin er svolítið skrítið." Að fá engan hamborgarahrygg né íslenskt lamb og ekkert jólaöl en verst af öllu fannst henni að fá engan rækjukokteill að hætti mömmu sinnar en þrátt fyrir þetta, taldi hún að það væri alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

En er það fyrir alla að fara út sem au – pair? “Ég myndi alls ekki segja að það sé fyrir alla að fara út sem aupair. Þetta getur vissulega tekið á og fyrstu vikurnar geturu lent í algjöru menningarsjokki. Síðan ég kom er ég búin að heyra af svo mörgum sem hafa hætt í prógramminu, gefist upp og farið heim. En mæli samt eindregið með þessu ef maður er ævintýragjarn og vill prófa eitthvað algjörlega öðruvísi, krefjandi og skemmtilegt. En í þessu eru alveg bæði góðir og slæmir dagar eins og í öllu öðru.”

Erna fékk hjálp frá Ninukot hér á Íslandi sem kom henni inn í samtökin þarna úti, samkvæmt samtökunum þarftu að taka allavega 6 einingar í skóla og hefur Erna áhuga á að taka viðskiptakúrs í hinum merka skóla Harvard, það mun þó allt koma í ljós með tímanum enda Bandaríkjamenn þekktir fyrir mikla pappírsvinnu og líklegast ekki ódýrt að ætla að skella sér í Havard.

En hvað ætli Erna geri við frítímann sinn? “Frítíminn hjá mér undanfarið hefur mikið farið í skype, hitta vini í Boston eða nálægum bæjarfélögum, versla, fara í bíó, fara á starbucks og margt margt fleira.” 

Að lokum áður en ég kvaddi þessa ævintýragjörnu stelpu og óskaði henni velfarnaði í útlöndunum spurði ég hana hvað væri hennar lífsmottó? “One life! Live it”


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir