Á flótta frá Íslensku sumri

Spánarveður í Laugardalslaug

Þegar fer að vora eru margir orðnir spenntir fyrir sumrinu og fara að plana hvað gera skal í sumarfríinu. Fjöldinn allur af Íslendingur panta sér ferðir á sólarstrandir erlendis yfir hásumarið þegar veður hér á landi er sem best. Mér hefur alltaf þótt áhugavert að fleirum langi ekki að njóta góða veðursins hér á landi í þann stutta tíma sem að það er. Þótt ótrúlegt sé hefur ekki dregið úr utanlandsferðum hér á landi eftir hrunið. 

Hásumar á Íslandi er júlí og byrjun ágúst sem að telst afar stutt sumar. Að fara í útilegur á þessum tíma, njóta ferska loftsins og birtunar er ómetanlegt. Það getur kostar tiltöllega lítið að ferðast innanlands t.d. ef gist er í tjaldi. Tjaldsvæði á Íslandi eru mjög vel búin og flest öll í fallegu umhverfi þar sem stutt er í afþreyingu eins og t.d. sund, söfn, þjóðgarða og veitingastaði. Næstum því hverja helgi eru útihátíðir og fjölskylduhátíðir um allt land og tilvalið að nýta helgarnar í slíka skemmtun með vinum og fjölskyldu. 

Utanlandsferðir eru að sjálfsögðu af hinu góða enda gaman að gera sér dagamun og skoða nýjar slóðir. Það er hinsvegar synd að Íslendingar þekki meira af spænskum ströndum og sundlaugabökkum heldur en þeirra eigin landi. Haustin ættu frekar að vera okkar tími til þess að ferðast erlendis, framlengja sumarið. 

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir