Á leið í meðferð

Jesse James
Mikið hefur verið fjallað um eiginmann Söndru Bullock, Jesse James í fjölmiðlum í Bandaríkjunum undanfarna daga. Eða frá því að í ljós kom að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni með allavega fjórum konum. James vill reyna að bjarga hjónabandinu og hefur því skráð sig í meðferð til þess að taka á persónulegum vandamálum sínum. Ekki kemur fram hvernig meðferð hann er að fara í. 

James hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en hann hefur verið giftur Bullock í fimm ár.

ÞER

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir