Á morgun

mynd: google.com
í hvert einasta skipti sem maður heyrir eða les um skelfileg slys eða aðrar hörmungar þar sem fólk lætur lífið eða slasast alvarlega, er oftar en ekki hugsun sem kemur upp hjá manni :“þetta gerist ekki í minni fjölskyldu“.

En svo bankar sorgin upp á í manns eigin fjölskyldu. Við sem eftir sitjum höfum ótal spurningar en engin svör er að fá. Eins berskaldaður og maður hefur nokkurn tímann verið og veit hreinlega ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.

 Það er margt sem manni er ekki ætlað að skilja í þessum heimi þó að maður þrái ekkert heitara en að fá svör. Þó að þau væru einungis til þess reyna að sefa sorgina og varpa einhverju ljósi á þær aðstæður sem maður er staddur í . En enginn getur veitt þessi svör hversu mikið sem maður leitar eftir þeim. Það eina sem getur fært manni frið og sefað sorgina er tíminn, þó að það virðist á þessari stundu svo fjarstætt að það geti einhver tímann orðið.

En þó að sorgin sé erfið getur hún líka verið áminning til okkar. Allt of oft erum við á hraðferð og gefum okkur ekki tíma fyrir símtal eða heimsókn og er ríkjandi sú hugsun “ æ ég hringi eða fer þangað á morgun“. Að rækta sambönd við vini og fjölskyldu krefst aðeins eins af okkur, tíma. Tíma sem við oftar en ekki tökum sem sjálfsögðum hlut og frestum því sem við ætlum okkur að gera aftur og aftur. Símtal eða heimsókn sem hægt væri að framkvæma í dag en gæti verið of seint að gera á morgun.

Ólöf Sólveig Björnsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir