Ađ ná augnsambandi viđ fjarnemann

Háskólinn á Akureyri

 

Viđ Háskólann á Akureyri er starfrćkt Félag stúdenta, betur ţekkt sem FSHA, en í ţađ eru allir nemendur skólans skráđir. Í dag hafa nemendur skólans meiri möguleika og aukiđ val um búsetu og félagslíf, ţví má segja ađ starf FSHA verđi sífellt meira krefjandi. Félaginu ber ađ ţjóna breiđum hópi fólks sem getur veriđ stađsett hvar sem er í heiminum. Mikilvćgt er ađ námsmađur sem kýs ađ eyđa dögum sínum á Balí međ sólgleraugu á nefinu og kókoshnetu viđ hliđ námsgagna sinna sé ekki síđur sáttur sem nemandi háskólans en stađneminn. En hvernig er hćgt ađ styrkja stöđu nemenda Háskólans á Akureyri sem búsettir eru um land allt–raunar um heim allan-svo ţeir sjái hag sinn fólginn í ţví ađ vera virkir ţátttakendur í nemendafélögum Háskólans á Akureyri?

Félaginu er ćtlađ ađ gćta hagsmuna nemenda og halda utan um all mörg undirfélög innan ólíkra deilda skólans sem og styrkja samstöđu nemenda hans. Ţórhildur Edda Eiríksdóttir, formađur FSHA sér um ađ halda réttindaskrifstofu FSHA opinni og segir: “Allt sem tengist hagsmunum stúdenta á einhvern hátt varđar okkur í framkvćmdastjórn FSHA. Auk ţess ađ vinna ađ hagsmunum stúdenta međ stúdentum ţá vinnum viđ líka náiđ međ starfsfólki skólans ađ hagsmunamálum, kynningarmálum og öđru ţví sem snertir stúdenta, beint eđa óbeint.” En hvernig nćr FSHA ađ gćta jafnt hagsmuna stađnema og fjarnema viđ Háskólann á Akureyri

Hagsmunir stúdenta

FSHA hefur yfirumsjón međ atburđum á sviđi skemmtana, fjölskyldu- og íţróttamála. Starfsemi félagsins er mikilvćg ţar sem ćtlunarverk ţess er ađ gćta ţess ađ vellíđan stúdenta sé í fyrirrúmi innan svo stórrar stofnunar. Stúdentaráđ fer međ úrskurđarvald í málefnum innan Félags stúdenta. Fulltrúar nemenda innan Háskólans á Akureyri sitja í mörgum nefndum og ráđum á vegum skólans ţar sem skođun ţeirra á ýmsum málefnum skiptir máli. Ţórhildur Edda segir ađ ţađ geti komiđ fyrir ađ ekki sé hlustađ nógu vel á sjónarhorn nemenda en ţađ sé ekki hindrun heldur einungis verkefni til ađ leysa. Ţá skiptir miklu máli ađ fulltrúar nemenda séu ákveđnir og tilbúnir ađ berjast af fullum krafti fyrir ţví sem ţeir telja mikilvćgt; hversu smávćgilegur sem okkur gćti fundist vandinn vera ţá skiptir ţetta allt máli fyrir heildina.

Kjartan Ólafsson formađur félagsvísindadeildar og kennari viđ Háskólann á Akureyri segir nemendafélögin gegna margţćttu hlutverki í háskólasamfélaginu og segir jafnframt: “Í fyrsta lagi eru ţau vettvangur fyrir nemendur til ađ vinna saman ađ hagsmunamálum sínum. Í öđru lagi gefa ţau nemendum fćri á ađ taka ţátt í félagsstarfi sem getur veriđ mikilvćgur undirbúningur fyrir störf á ýmsum sviđum samfélagsins. Í ţriđja lagi eru ýmsir viđburđir sem félögin standa fyrir mikilvćg til ađ styrkja óformlegt tengslanet nemenda og sem oft nýtist ţeim međ ýmsum hćtti í náminu.”

 

Virkt félagslíf

Sprellmót

Ţórhildur Edda leggur áherslu á félagslega ţáttinn í lífi háskólanema og segir hann mikilvćgan og ađ virkt félagslíf geti og muni nýtast nemendum í náminu. Ţađ ađ taka ţátt í félagslífi er stór hluti af ţeirri reynslu ađ ganga í háskóla og eins og Ţórhildur Edda kemst svo skemmtilega ađ orđi: ,,Ţú getur ekki setiđ yfir bókunum allan daginn, ţú ţarft ađ upplifa félagslífiđ líka. Ţađ er nauđsynlegt ađ skapa vettvang ţar sem stúdentar geta kynnst hver öđrum, t.d. yfir bjór í stađinn fyrir yfir bókunum. Reynslan hefur sýnt ađ ţeir sem eiga vini í náminu haldast betur í ţví og eiga auđveldara međ verkefnin, međal annars vegna ţess ađ ţeir geta leitađ til félaga sinna eftir ađstođ viđ verkefnin.”

Skilabođ Ţórhildar Eddu eru ţví nokkuđ skýr. Ţađ ađ vera virkur ţátttakandi í félagsstarfi reynist flestum góđ leiđ til ađ styrkja stöđu sína í námi, tileinka sér skipulag og kynnast fjölbreyttum hópi námsmanna. Arnbjörg Jónsdóttir fyrrverandi varaformađur Kumpána, nemendafélags félagsvísindadeildar tekur í sama streng og ţćr telja báđar mikilvćgt ađ nemendur hafi öfluga talsmenn. Ađspurđ ađ ţví hvort félagsmálin séu mikilvćgur hluti af lífi háskólanemans segir Arnbjörg: “Hver háskólanemi verđur kannski ekki endilega var viđ áhrifin dags daglega en ţrátt fyrir ţađ er mjög mikilvćgt ađ einhverjir séu tilbúnir til ţess ađ sinna félagsmálum og taka slaginn ef óánćgja myndast.” Kjartan Ólafsson, bendir á ađ nemendur ţurfi ađ varast ađ leyfa félagsstarfinu ađ taka of mikinn tíma frá náminu sjálfu en segir ţó ađ langflestir nemendur nái ađ flétta saman leik og starf á farsćlan hátt.

 

Félagslíf fyrir fjarnema?Ólympíuleikar 2012

Inni á vefsíđu Háskólans á Akureyri er ađ finna lykiltölur sem sýna búsetu nemenda hans haustiđ 2013. Ljóst er ađ Háskólinn á  Akureyri  hefur mjög stóran hóp fjarnema; allt ađ helmingur nemenda teljast fjarnemar, en margir líta á valmöguleika á fjarnámi sem gríđarlegan kost. Ţví vakna spurningar um styrk FSHA innan stofnunar ţar sem sífellt fćrri nemendur kjósa ađ ţjappa sér saman í kjarna heldur dreifast ţess í stađ um allan heim. Ćtlunarverk FSHA er ađ gćta ađ hagsmunum nemenda og ćtti ţví ađ vera meira en sjá til ţess ađ góđ stemming ríki í nágrenni viđ Háskólann á  Akureyri. Hvernig fáum viđ einstakling sem vinnur á daginn viđ ađ ţjálfa höfrunga í Marmaris í Tyrklandi og sinnir námi frá Háskólanum á Akureyri á kvöldin til ţess ađ vilja upplifa sig sem međlim FSHA? Fjarneminn ţarf ađ vera međvitađur um ađ hann eigi möguleika á ađ hafa áhrif hvađ varđar stjórn skólans, ekki síđur en stađneminn. Allir nemendur eiga ađ upplifa sig mikilvćga einingu merkilegrar stofnunnar. En hvernig er best ađ ná til fjarnema í Tyrklandi? Kjartan nefnir ađ í ţví háskólasamfélagi sem nú er viđ lýđi ţurfa nemendafélögin ađ huga betur ađ ţví hvernig hćgt sé ađ virkja ţá nemendur sem ekki eru í hefđbundnu stađnámi. En hvernig er hćgt ađ hlúa betur ađ fjarnemum og styrkja stöđu ţeirra í skólalífinu? Ađspurđur segir Kjartan: “Ţađ er ekki gott ađ segja og rétt ađ hafa í huga ađ margir fjarnemar hafa einmitt valiđ ţetta námsform vegna ţess ađ ţeir hafa ađrar skuldbindingar, til dćmis í vinnu eđa fjölskyldulífi.”

Flestir fjarnemar Háskólans á Akureyri fara ţví á mis viđ viđburđi á borđ viđ Sprellmót sem haldiđ er í október ár hvert en ţar keppa félög hverrar deildar í óhefđbundum íţróttagreinum og ţykir hin mesta skemmtun. Margir fara einnig á mis viđ vísindaferđir og stćrsta viđburđ skemmtanalífsins viđ Háskólann á Akureyri, sjálfa árshátíđina. Ţetta er ţó eitthvađ sem nemendafélögin eru ađ vinna ađ úrbótum á en Ţórhildur Edda segir: “Ţađ vćri frábćrt ef ţađ vćri virkt félagslíf hjá fjarnemum ekki bara ţegar ţeir koma norđur heldur ađ ţađ vćru viđburđir haldnir reglulega á nokkrum stöđum ţar sem fjarnemarnir geta mćtt. Vonandi er ţađ ekki of fjarlćg framtíđ.” Ţađ virđist ţví vera vilji fyrir auknu félagslífi fyrir fjarnema en breytingar taka tíma og  ţróunin í átt ađ auknu fjarnámi hefur gengiđ hratt fyrir sig. Vonandi eru nemendafélögin ađeins einu skrefi á eftir hvađ ţetta varđar en góđir hlutir gerast hćgt eins og máltćkiđ segir.

Í dag fara samskipti stađnema og fjarnema ţó ađ mestu fram á samskiptamiđlinum Facebook en hann hefur nýst ţeim vel til ţess ađ deila upplýsingum, leiđbeiningum og fróđleik sín á milli. Fjarnemi frá Háskólanum á Akureyri, Örn Björnsson, bendir á ađ hann verđi lítiđ var viđ félagsstarf nemendafélaganna, en ekki sé viđ öđru ađ búast ţar sem talsverđur ađskilnađur sé á milli stađnema og fjarnema. Segir hann nánast öll fríđindi og skemmtanir FSHA einungis ná til ţeirra sem búa á Akureyri eđa nágrenni, sem hann telur frekar sérstakt ţar sem einungis helmingur nemenda háskólans búi á Akureyri. Félagsstarf innan háskólans virđist ekki ná ađ styrkja stöđu fjarnema.

Ţegar ţetta er kannađ nánar sést vel ađ Örn hefur nokkuđ til síns máls. Á heimasíđu FSHA má sjá lista yfir afslćtti og tilbođ sem fyrirtćki bjóđa stúdentum í FSHA  og ljóst ađ ţessir afslćttir eru nokkuđ bundnir viđ fjörđinn fagra norđan heiđa. En ţar sem fjöldi fjarnema viđ Háskólann á Akureyri er talsverđur vćri ekki úr vegi ađ kanna áhuga fyrir tilbođum eđa afsláttum á fleiri stöđum.                                               

Ef samsetning fjarnemahópsins er skođuđ kemur einnig í ljós ađ talsvert stór hluti hópsins er búsettur á suđvestur horninu og ţar vćri ţví sennilega markađur fyrir einhver tilbođ eđa afslćtti. Ţađ gćti orđiđ til ţess ađ fjarnemar vćru virkari ţátttakendur innan nemendafélaganna ef ţeir sjá hag sinn í ţví ađ gerast og vera félagsmenn.

 

Ekki bara bjór

Ólympíuleikar 2012

Mikilvćgt er ţó ađ halda ţví skýrt til haga ađ nemendafélög háskólans standa ekki einungis ađ skemmtunum heldur hafa ţau stuđlađ ađ auknu íţróttastarfi innan skólans. Opnir íţróttatímar eru í bođi ađ minnsta kosti einu sinni í viku ţar sem fjölbreyttar íţróttir eru stundađar. Ţórhildur Edda telur íţróttaiđkun sem og annađ félagslíf stuđla ađ bćttum tengslum milli nemenda og bćtir viđ: “Hvađ varđar íţróttatímana sem viđ höldum tvisvar í viku ţá gefur ţađ nemendum tćkifćri á ađ kynnast nemendum úr öđrum deildum sem ţau umgangast ekki dagsdaglega. Síđan sakar ekki ađ ţessir viđburđir stuđla ađ bćttri heilsu nemenda.”

Nemendafélögin vilja einnig ađ fjölskyldufólk upplifi sig velkomiđ og halda ţví svokallađa Fjölskyldudaga einu sinni á hvorri önn en ţar er nemendum bođiđ ađ koma og skemmta sér saman ásamt fjölskyldum sínum. Einnig hafa veriđ haldin svokölluđ Jólaböll eftir prófin í desember ţar sem fjölskyldufólki er sérstaklega bođiđ ađ koma og hafa ţađ notalegt saman á ađventunni. Auk ţessara stóru viđburđa skipuleggur hvert félag fyrir sig smćrri viđburđi en nemendafélögin leggja ţó mis mikla áherslu á ţetta eftir deildum og varđandi ţađ segir Ţórhildur Edda: “Ađildarfélögin halda síđan sjálf sína viđburđi en ţau hafa ţó veriđ mismikiđ í fjölskylduviđburđunum eftir fjölda fjölskyldufólks í hverju félagi fyrir sig. T.d. er Magister meira fjölskyldufélag heldur en Stafnbúi.”

Fjarnemar koma yfirleitt einungis í svokallađar lotur sem eru haldnar einu sinni til tvisvar á önn en fjöldi og lengd lota fer eftir eđli náms. Halldór Logi Árnason, fyrrum međstjórnandi í REKA, nemendafélagi Viđskiptadeildar, bendir á ađ í lotunum hafi nemendafélögin vanalega skipulagt eitthvađ sérstaklega međ fjarnemendur í huga en ţess utan sé afar erfitt ađ ná til fjarnema. Loturnar eru líka oftast knappar enda fjarnemar oftar en ekki bundnir störfum eđa fjölskyldu og hafa ţví nauman tíma til ađ taka ţátt. Ţví er félagslífiđ sjaldan sett í forgang í ţeirri viku enda lćrdómurinn nćgur. Arnbjörg Jónsdóttir fyrrum varaformađur Kumpána tók undir ţetta en sagđi jafnframt: ”Ţetta er sennilega mesta áskorunin ţví lítiđ er hćgt ađ gera fyrir ţá hvađ varđar félagsstarfiđ nema ţegar ţeir eru í lotum. Ţá er ađ mínu mati tími til ţess ađ skipuleggja eitthvađ fyrir ţá og ţađ gerđi okkar stjórn og nýja stjórnin gerđi ţađ líka í ţessari lotu. Ađ sjálfsögđu voru stađnemar velkomnir líka enda nauđsynlegt ađ allir kynnist”

Ljóst er ţví ađ vöxtur Háskólans á Akureyri, og breytt stađalímynd hins hefđbundna nemanda kallar á breyttar áherslur hjá Félagi stúdenta. Sá möguleiki sem Háskóli Akureyrar býđur landsmönnum upp á, ađ geta stundađ gott og mikiđ nám óháđ búsetu, hefur reynst skólanum krefjandi verkefni en uppskeran er í réttu hlutfalli viđ vinnuna sem í hana var lögđ - mikil og góđ. Fjarnemar skólans mćla međ honum og fjölgun ţeirra hefur veriđ gríđarleg. Framundan er ţví krefjandi starf fyrir nemendafélögin til ţess ađ ná til fjarnemanna og sanna fyrir ţeim styrkinn sem í félagsstarfinu býr; ađ félög skólans geti reynst ţeim ekki síđur mikilvćg en stađnemendunum, jafnvel nauđsynleg. 

Árshátíđ 2013

Draumurinn er ađ stađnemar og fjarnemar upplifi sig jafna, ađ fjarnemanum finnist hann ekki síđur ţátttakandi í hinu daglega skólalífi en stađnemanum sem mćtir í tíma og hefur augnsambandiđ fram yfir fjarnemann. Mikilvćgt er ađ Félag stúdenta sofni ekki á verđinum ţví ţróunin virđist fela í sér aukinn fjölda fjarnema en greinilegt er ađ félagsstarf líkt og ţađ sem Félag stúdenta sinnir viđ Háskólann á Akureyri er afar mikilvćgt.

 

 

 

Myndir eru úr myndasafni FSHA.

Höfundar: Guđlaug Björgvinsdóttir og Halldóra Kristín Bjarnadóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir