Að gera sér mat úr einhverju: Engiferdrykkur

Finnst þér Mojito góður? Þá ættir þú að prufa þennan!

Hvað þarf?

Fersk engifer rót, ca. 320 gr.
Tvær sítrónur. 
Hunang, gott að nota í fljótandi formi en ekki nauðsynlegt. (300gr). 
Ein pakkning af ferskri myntu. 
Vatn, 3 lítrar.  

Aðferð

Byrjar á að ná í stórann pott, setur í hann vatn, setur á helluna og stillir á hæsta hita til að ná suðunni upp. Flysjar engifer rótina og skerð hana niður í bita, því smærra skorin því styttri tíma þarf að sjóða rótina.

Skerð börkinn utan af sítrónunni og skerð hana síðan niður. Í þessum drykk þá er hunangið sem býr til sæta bragðið, hægt að nota meira hunang eftir smekk.

Þegar suða kemur upp þá skal lækka hitann niður svo að það rétt kraumi í pottinu, fínt er að henda loki yfir en þó ekki nauðsynlegt. Eftir að drykkyrinn er búinn að sjóða í 20 mínútur þá er myntan bætt út í, mikilvægt er að plokka myntulaufin af stönglinum og setja bara laufin í pottinn. 

Lækka hitann niður og leyfa drykknum að sjóða í smástund til að bragðið af myntunni smiti frá sér. Sjóða drykkinn með myntunni í 5 mínútur. 

Slökkva svo undir, sigta allt frá, setja drykkinn í flösku og inn í ísskáp. Ekkert mál að búa til engiferdrykk!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir