Að gera sér mat úr einhverju: Eplakaka

Einfalt, fljótlegt og ótúlega gott!
Hvað þarf?

• 1 plata af smjördeigi
• 3 græn epli 
• Kanilsykur 
• Vanillu ís Þessi eftirréttur er hlægilega einfaldur en alveg ótrúlega góður. Hægt er að leyfa hugmyndarfluginu að fara á flakk þegur kemur að vinna með smjördegið. Hægt er að nota smákökumót, skál eða jafnvel hvað sem er til að búa til eitthvað sniðugt. Það er smekksatriði hvers og eins hvað sá vill hafa smjördegið þykkt. Læt hins vegar fylgja eina aðferð svona til að koma með smá hugmynd. 

Þú byrjar á því að skipta smördeginu niður i 3 bita, fletur síðan hvern bita út og skal þykktin vera um það bil 3 millimetrar. Úr hverjum bita koma 2 kökur, s.s. 6 skammtar úr einu smjördeigi. Síðan setur þú smjördeigið á ofnbakka, gott er að hafa bökunarpappír undir. Flysjar síðan eplið og skerð það niður í þunnar sneiðar og raðar eplinu fallega ofan á smjördegið. Raðar svo eplinu fallega ofan á smördegið. Síðan stráir þú kanilsykrinum yfir eftir smekk. Þegar þessu er lokið þá stingur þú bakkanum inn í forhitaðan ofn sem er stilltur á 180-185 gráður á blæstri og bakar í ca. 18 mín. Tekur bakkann út, setur á disk og berð fram með vanillu ískúlu ofan á. 

Bon appetit!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir