Ađ hlusta og kunna ađ ţegja

Bergsson og Blöndal.
Útvarpskonan Margrét Blöndal hefur starfað við fjölmiðla í þrjá áratugi en hún sér nú um útvarpsþáttinn Gestir út um allt á Rás 2 sem er sendur út frá Hofi, ásamt Felix Bergssyni. Saman stjórnuðu þau einnig þættinum Bergson og Blöndal sem lauk göngu sinni um áramót. Margrét er ekki bara hugguleg kona heldur er hún þekkt fyrir mikla vinnusemi. Henni þykir útvarp skemmtilegast allra miðla og segir ákveðinn galdur fylgja því, sem aðrir miðlar hafa ekki.

Hún telur það mikinn kost að geta meðtekið upplýsingar á meðan maður t.d. skúrar eða 
straujar, auk þess sem félagsskap sé að finna í röddinni í útvarpinu. „Útvarp kallar á skapandi hugsun því það er hlustandinn sem býr til myndina“ segir Margrét.

Margrét telur vinnusemi og mikinn undirbúningur lykilinn að góðum útvarpsþætti. Einnig þarf þáttastjórnandi að vita hvað sé markmiðið með þættinum og hvernig hann ætlar að koma því til skila. Beinar útsendingar krefjast getu til þess að bregðast við því óvænta, sérstaklega ef hlustendur eru þátttakendur í útvarpsþætti eins og í Gestir út um allt.

En það er, að eigin sögn, stærsta ævintýrið á ferli Margrétar. Í upphafi voru þau Felix ekki viss um hvort þættirnir myndu virka fyrir hlustendur „en við fundum þetta strax í fyrsta þættinum þegar Felix söng fyrstu vitleysis auglýsinguna“ en Margrét segir Felix oft bresta í söng, „þetta er eins og að vera með Disney prinsinn í fanginu!“

Hún segir markmið þáttarins vera skýr og að þau viti fyrir hverja, hvernig og hvers vegna þau vinni efnið. Þátturinn er vel undirbúinn og allt er fyrirfram æft. „Markmiðið er að gleðja fólk, gera það eins vel og við getum og að hlustendum líði pínulítið betur eftir þessa tvo klukkutíma, heldur en þeim leið áður.“

Margréti þykir mikilvægt að umsjónarmaður útvarpsþáttar geri sér grein fyrir að hann er ekki aðalatriðið, hans ábyrgð er að koma efni til skila og leyfa viðmælendum sínum að njóta sín. Því sé nauðsynlegt að bera virðingu fyrir þeim. Hvort íslenskir útvarpsmenn tileinki sér almennt slík vinnubrögð er umdeilt en Karolína Árnadóttir, nemandi við Háskólann á Akureyri, telur svo alls ekki vera.

„Það heyrist alveg hverjir eru æfðir og hverjir ekki og hverjir eiga heima í þessum bransa. Auðunn Blöndal er til dæmis sjálfur miðpunktur athyglinnar ásamt gesta-þáttastjórnendum sínum í þættinum FM95Blö á FM957. Hann ber enga sérstaka virðingu fyrir viðmælendum sínum enda snýst þátturinn mikið um grín félaganna.“

Margrét Blöndal segir eitt aðalatriðið við útvarpsmennsku vera að umsjónarmaður efli traust og skapi nálægð við viðmælanda sinn, til að sem mest fáist út úr viðtalinu. Útvarpsmenn þurfa alltaf að reyna að snerta streng hjá bæði viðmælanda og hlustendum, „ef fólk getur samsamað sig umfjöllunarefninu er þátturinn í góðum málum.“

Að kunna að þegja og hlusta er einnig afar mikilvægt í starfi útvarpsmanns, þó það hljómi undarlega. „Það er ótrúlega leiðinlegt að hlusta á spyrjandann alltaf blaðrandi fram í viðmælandann,“ segir hún. Einnig nefnir hún hvernig aðstæður geta hrunið ef umsjónarmaður spyr spurninga sem viðmælandinn hefur þegar svarað, einfaldlega vegna þess að hann var ekki að hlusta.

Ýmislegt kemur óvænt upp í útvarpi og viðmælandinn getur bæði verið óðamála eða fámáll og þá er nauðsynlegt að geta stjórnað samræðunum, að sögn Margrétar. „Allt sem lítur út fyrir að vera ekkert mál er ofsalega vel undirbúið,“ segir þessi reynda útvarspskona að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir