Að taka ýmsu sem gefnu

Öll könnumst við við það að ætla að hringja í Gunnu frænku eða segja við Stínu vinkonu að núna verðum við að hittast, þetta gangi bara ekki lengur.

En hvers vegna erum við svona löt að framkvæma það sem við segjum?, erum við kannski of upptekin af okkur sjálfum eða finnst okkur bara einfaldlega bara gott að hvíla lúin bein heima hjá okkur eftir annasama vinnu eða skólaviku, því öll vitum við hversu gott það getur verið að fá smá frið og ró með sjálfum sér eða fjölskyldunni sinni.

Það er óhætt að segja að maður hefur fundið samhug og hlýhug frá allri þjóðinni undanfarna daga, því við erum lítil þjóð og stöndum saman í blíðu og stríðu þegar hörmungar og annað eins gengur yfir hér á landi.

Þegar slys, náttúruhamfarir og fleiri hræðilegir atburðir gerast þá fer maður fyrst og fremst að hugsa um sína nánustu og þakkar fyrir að eiga góða að, fyrir þær góðu minningar og stundir sem maður hefur átt með þeim, en síðan reikar hugurinn áfram og maður áttar sig á því að við höfum því miður ekki verið í miklu sambandi eða hitt einhvern sem kemur allt í einu upp í huga manns þá vill maður bæta sig og er harðákveðinn í því að núna ætla ég að vera dugleg/duglegur að rækta vinar og ættarböndin.

Munum eftir því að taka ekki fjölskylduna, vini, eða neitt annað sem gefnu, við vitum aldrei hvað gerist næst.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir