Ađ ţiggja (ekki) far hjá ókunnugum

Rauđi bíllinn í sögunni var ekkert líkur ţessum.

Auknar fréttir af því að verið sé að reyna að lokka börn upp í bíla á höfuðborgarsvæðinu hafa líklega ekki farið framhjá þeim sem fylgjast að einhverju ráði með fréttum. Fréttaumfjallanir af þessum toga vekja jafnan í mér óhug og til að létta lund mína rifjaði ég upp þau sárafáu skipti sem mér hefur verið boðið far af ókunnugum. 

Fyrsta skiptið átti sér stað þegar ég var um 11 ára gömul og var að labba heim eftir fótboltaæfingu á dimmu haustkvöldi. Þá stoppar bíll við vegkantinn og bílstjórinn kallar „Ólöf? Ólöf?“ Ég hélt göngunni áfram og reyndi að leiða hann hjá mér en á endanum kallaði hann bara „HEY!“ og þá leit ég á hann og sagðist ekki heita Ólöf. Hann afsakaði sig og bauð mér far áleiðis. Ég afþakkaði pent og sagðist eiga stutt eftir. Þegar hann ítrekaði tilboð sitt hristi ég hausinn og byrjaði að ganga áfram. Ég veit nú ekki hvort maðurinn hafi boðið þetta af góðmennsku eða hvort eitthvað meira byggi undir. Líklegast hefur það bara verið af góðmennsku... en ég vildi ekki taka sénsinn.

Nokkrum sinnum kom það fyrir að ég þáði far. Eitt af þeim skiptum gerðist í Venesúela, þegar ég var 16 ára skiptinemi. Ég var nýlega farin út úr húsi og á leiðinni að hitta félaga mína. Þegar ég kem út á götuna tek ég eftir rauðum bíl keyra framhjá. Ég pæli ekki meir í honum en þegar ég er hálfnuð á leið minni niður götuna heyri ég í bíl fyrir aftan mig. Ég lít við og sé sama rauða bílinn nálgast mig. Hann stoppar og bílstjórinn býður mér far. Þetta var sætur strákur svo ég þáði farið - 16 ára stelpur hugsa ekki alveg rökrétt í miklum hita nálægt flottum suðrænum karlmönnum (eða strákum, fer eftir aldri). Ég hef líklega verið heppin að lenda á honum enda var hann sauðmeinlaus greyið. Hann fór með mig í heimsókn til vinar síns og endaði svo á að skutla mér á minn leiðarstað.

Þegar ég hugsa út í það hef ég mun hræðilegri reynslu af leigubílstjórum en af handahófskenndu fólki sem býður ókunnugum far. Kem kannski að því einhvern tímann seinna. 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir