Að þreyja þorrann

Margir bíða með eftirvæntingu eftir þorranum sem gengur í garð n.k. föstudag, en þó bíða flestir mest eftir að fá að kjamsa á sjálfum þorramatnum.


Að þreyja þorrann er mönnum vel kunnugt orðtak. Þreyja kemur af sögninni að þrauka. Áður fyrr, þegar fólk bjó heldur ílla með lítið sem ekkert rafmagn eða engann hita í húsum sínum, var þorrinn erfiðasti mánuðurinn. Menn töluðu um að þreyja þyrfti þorrann vegna þess eftir þorrahátíðina fór deginum að lengja og styttast tók í sumarið.

Í gamla daga var þorramatur borðaður allan ársins hring en með betri tímum og nýjungum í matargerð breyttist íslensk matarhefð. Það var ekki fyrr en um miðja  20. öldina að veitingahús í Reykjavík fór að bjóða uppá ekta rammíslenskan mat á þorrhátíðinni. Þetta framtak sló í gegn og eftir það hefur ekki verið aftur snúið.

Sumt fólk á öllum aldri, þó aðalega og oftast yngri kynslóðin, eru haldin fordómum gangnvart þorramat og oft hefur verið haldið fram að þorramatur sé samansafn af úldnum mat. Það er heldur betur ósatt. Ástæðan fyrir að maturinn verður svona súr er vegna þeirra ævafornu aðferðum við að koma í veg fyrir að maturinn úldni og skemmist. En hvort maturinn sé bragðgóður eftir þessar aðferðir er svo annað mál.

Þótt það fari mest fyrir súrmatnum í umræðunni um þorramat, þá má ekki gleyma því margt annað er á borðstólnum líka sem allflestir íslendingar borða.  Þar má nefna reyktan, saltaðan og þurrkaðan mat s.s. hangikjöt, saltkjöt og harðfisk einnig er boðið uppá slátur, svið og sviðasultu. Svo er meðlætið ekki af verri endanum:, flat- og rúgbrauð, síld, kartöflur í uppstúf, rófustappa og íslenskt smjör. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi á þorrahlaðborði.

Eins og Íslendingum er líkt er þessari hátíð slegið upp í samkomur víðs vegar um sveitir og bæji og þessu öllu saman skolað niður með ísköldum íslenskum bjór og nokkrum staupum af brennivíni.

Með þessum síauknum vinsældum má því segja að orðtakið að þreyta þorrann hefur snúist í andhverfu sína og mætti því í dag tala um að þrá þorrann.

Kristín Þóra Jóhannsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir