Ađ virkja óvirkt heilabú

Fjarnám - Mynd: Háskólinn á Akureyri
Pistill um fjarnám

Ég hafði alltaf sagt að kosturinn við að vera í vinnu væri að maður væri búinn í vinnunni
þegar vinnudeginum lyki. Ég vann vaktavinnu sem sjúkraliði og líkaði það vel, vann eingöngu
morgun og næturvaktir sem hentaði alveg prýðilega. Ég var alltaf komin heim kl. 16 þá daga sem ég var á morgunvöktum og fór ekki að vinna fyrr en kl. 23 þegar ég vann næturvaktir en þá voru allir farnir að sofa á mínu heimili. Næturvaktirnar voru góður tími þar sem maður gerði það sem þurfti að gera og prjónaði ef tími vannst til.

En svo gerðist það að deildinni sem ég vann á var lokað og ég hafði enga vinnu, þá var spurningin að finna sér aðra vinnu eða nýta tækifærið og skella sér í nám. Með tvö litla stráka á heimilinu hljómaði vel að stunda fjarnám og geta þá sparað sér aksturstíma og geta verið heima þegar komið er heim úr skóla og leikskóla. Þó svo að þetta hljómaði allt ákaflega vel hreinlega skall á manni veruleikinn, þetta var hörku púl.

Jafnvel þó að áfangarnir séu skemmtilegir og kennararnir allir hið ágætasta fólk þá er þetta heilmikil vinna og aumingja heilabúið sem ekki hefur þurft að vinna að ráði í 11 ár að niðurlotum komið. Maður lærir frá morgni til kvölds að fráteknum miðjum deginum sem fer í að sinna fjölskyldunni og heimilinu, og makanum líður eins og sjómannskonu.

En þegar öllu er á botninn hvolft er námið skemmtilegt, fróðleikurinn áhugaverður og vonandi nytsamur og staðarloturnar hin ágætasta blanda af orlofi og félagslegri skemmtun. Áður en maður veit af verður náminu lokið og maður verður aftur búinn í vinnunni þegar vinnudeginum lýkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir