Aðalleikari í kvikmynd um Edward Snowden afhjúpaður

 

Leikarinn og kvennagullið Joseph Gordon-Levitt hefur verið staðfestur í hlutverk Edward Snowden í nýjustu mynd Oliver Stone um Snowden. Oliver er þekktastur fyrir myndir eins og Platoon og Fourth of July og vann hann til Óskarsverðlauna fyrir þær báðar. Gordon-Levitt hefur verið mikið áberandi undanfarið, en aðdáendur Sin City muna eflaust eftir honum úr nýjustu mynd Frank Miller. Hann lék einnig stór hlutverk í Inception á móti Leonardo DiCaprio, The Dark Knight Rises og rómantísku gamanmyndinni (500)Days of Summer, en þar leikur hann á móti Zooey Deschanel.

Gordon-Levitt

Snowden lak mikilvægum trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla árið 2013 og kveikti þannig undir miklum umræðum varðandi persónuvernd og internetvernd einstaklingsins. Í kjölfarið var Snowden eftirlýstur í Bandaríkjunum. Hann eyddi nánast sex vikum á flugvelli í Moskvu áður en hann fékk árshæli frá Rússlandi, en sá tími var lengdur í þrjú ár nú í ár. 

Myndin um Snowden mun fara í framleiðslu í janúar á næsta ári og á hún að koma út árið 2016. Aðdáendur Gordon-Levitt og Oliver Stone mega ekki láta þessa framhjá sér fara.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir