Ææ þetta batnar !!!

mynd: google.com
Ég sá pistil inná pressan.is um stúlku sem þurfti að leita sér læknisaðstoðar hér á Akureyri síðsastliðið sumar en komst þá að ýmsu um þá heilbrigðisþjónustuna sem er í boði hér á Akureyri.

Ég kannaðist við það sem hún var að segja í sambandi við að fá tíma hjá hinum ýmsu læknum sem annaðhvort er erfitt að fá tíma hjá eða sérfræðingar sem eru ekki starfandi hér á svæðinu. Ég fór að hugsa um það afhverju þetta væri svona hérna. Ég veit um fleira sem er ábatavant í sambandi við heilbriðgðisþjónustuna hér en samt situr maður og hugsar með sér já já þetta er bara svona. Í þessu samhengi mætti til dæmis nefna að bið eftir tíma hjá barnalækni er allavega mánuður og að fá tíma hjá heimilislækni getur þýtt viku til tveggja vikna bið. Við höfum mikið af hæfum og góðum læknum hérna á Akureyri sem eru boðnir og búnir til að hjálpa en það sem vantar er þessi sérfræði kunnátta og já jafnvel fleiri lækna svo hægt sé að sinna öllum. En eins og svo oft þá er þetta eitthvað sem maður hugsar en talar ekki um nema þá í saumaklúbbnum. Ég hinsvegar þurfti að leita mér læknisaðstoðar í þessari viku. Búin að vera með eitthvað sem líkist hálsbólgu auk annara einkenna í munni í 5 daga sem olli því að ég átti erfitt með að borða. Ég byrjaði á því að hringja og reyna að panta tíma hjá mínum heimilislækni en það var 2 vikna bið í tíma og fannst mér það aðeins of langur tími til að bíða, ég yrði allavega orðin verulega svöng þegar að þeim tíma kæmi. Ég dreif mig því á bráðamóttökuna á heilsugæslustöðinni. Læknirinn kallaði á mig og ég sagði honum mína sögu og hann skoðaði mig. Eftir smá stund nefndi hann tvennt sem gæti hugsanlega verið að hrjá mig en taldi sig ekki geta gert neitt fyrir mig nema klappa mér á bakið og segja: „ææ þetta batnar“. Ég get varla lýst undrun minni á þessum orðum læknisins og stóð upp og forðaði mér út. Gat svo sem brosað að þessu eftir á en þetta fannst mér bara alls ekki rétt viðbrögð hjá lækninum og hugsa að ég eigi ekki eftir að leita til þessa læknis aftur ef mér batnar ekki af þessu klappi á bakið frá honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir