Af hverju stunda konur kynlíf?

Fólk gerir bara ráð fyrir að svarið sé augljóst eða  „til að líða vel“. Enginn hefur í raun talað um að konur stundi kynlíf af útsjónarsemi eins og til dæmis til þess að fá stöðuhækkun,  fyrir peninga, fyrir eiturlyfjum eða til þess að hefna sín á maka sem hefur haldið framhjá þeim. Til að láta sér líða vel, en  makanum illa.

Konur nota kynlíf á öllum stigum sambandsins, bæði til þess að lokka menn inn í samband með sér , til að reyna halda í manninn svo hann sé fullnægður og fari ekki eitthvað annað, eða til að losa sig við hann og gera hann afbrýðissaman.

Viltuvita hvers vegnakonurstunda kynlífmeðkarlmönnum meðlitlafætur?  Samkvæmt nýlegri bók Cindy Meston og David BussWhy Women Have Sex eru 237ástæður fyrir því að konur stundakynlíf ogí fæstum tilfellum hefur það hvorki með rómantík eða nautn að gera.

Í grein sem ég komst yfir á netinu á guardian.co. uk hefur greinarhöfundur tekið bókina fyrir og höfundarnir spurðir út í hana. Sögðust þau hafa  tekið  viðtöl við 1006 konur alls staðar að úr heiminum um kynferðislegan áhuga þeirra. Þar benda þau á mismunandi ástæður þess að konur stunda kynlíf.

Af hverju giftast konur frekar endurskoðendum en tvíförum Clooneys og Brad Pitt? Jú tvífararnir hafa þá tilhneigingu til að vera ótrúir á meðan endurskoðendurnir hlaupa ekki í burtu.  Og oft eru jú endurskoðendur með litla fætur og þess vegna giftast konur endurskoðendum og stunda kynlíf með mönnum með litlar fætur.

En þá kemur að stóru spurningunni af hverju stunda konur kynlíf? Mýtan um að konur geri það útaf ástinni springur hér með, því það er það svo sannarlega ekki. Konur stunda kynlíf fyrst og fremst útaf líkamlegu ánægjunni sem þær fá út úr þessu þ.e.a. s. fullnægingunni.  Ástin kemur svo í öðru sæti.

Ef þú vilt forvitnast meira um kynlíf kvenna og kortleggja þessar 237 ástæður þá mæli ég með að þú lesir bókina…


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir