Af The Holiday og öđrum jólamyndum

The Holiday er ein af ţessum jólaperlum
Það er viss hópur fólks sem byrjar að telja niður til jóla um mánaðarmótin júní-júlí. Þegar það fer að rökkva á kvöldin og veðrið að kólna, styttist á milli talninga og þegar ilminn af fyrsta snjónum, sem er rétt handan við hornið, ber að vitum er ekki úr vegi að skella eins og einni sígildri jólamynd í spilarann.

Ein af þessum sígildu og dásamlegu jólamyndum er The Holiday. Hún skartar stórstjörnum á borð við Cameron Diaz, Kate Winslet, hjartaknúsaranum og fegurðarkóngnum Jude Law og krútthnoðranum Jack Black. Myndin flokkast kannski fyrst og fremst sem rómantísk gamanmynd en þar sem hún gerst um jól þá fellur hún einnig í jólamyndaflokkinn. Jólalög hljóma, snjór og dásamlega jólalegt umhverfi, Englandsmegin í myndinni, kemur fólki í jólagírinn. Myndin er í alla staði hin ljúfasta og gefur okkur von um að ástin sigri allt og að fátt sé dásamlegra en að eiga jól með þeim sem standa manni næst og þykir vænt um. 

Þegar horft er á jólamynd er tilvalið að gera allt enn jólalegra og meira kósý. Það er nauðsynlegt að slökkva nær öll ljós, kveikja á kertum og ljósaseríum ef slík gersemi er uppi við. Heitt kakó er svo toppurinn á ísjakanum með vænum slatta af rjóma. Augljóslega þarf fólk að vera í náttfötum og undir teppi og ef hundur eða köttur er á heimilinu er algjörlega nauðsynlegt að gæludýrið kúri hjá þeim sem á horfir.

 Nú eru ekki nema rétt tæpir 100 dagar til jóla og því tilvalið að dusta rykið af þessum sígildu og dásamlegu jólamyndum sem gera tilveruna betri og veita manni hlýju og gleði á myrkum kvöldum og köldum sunnudagseftirmiðdögum. Sem dæmi um hugljúfar og dásamlega jólalegar myndir má nefna The Little Women, tímalausar myndir eins og It´s a Wonderful Life og White Christmas, svo þessar nýlegri eins og Love Actually, Briget Jones´s Diary (1. myndin), Family Man og While You Were Sleeping. Jólamyndir sem eru í hressari kantinum eru þó nokkrar, til að mynda Christmas Vacation, Home Alone 1 og 2 og Bad Santa. Þegar nær dregur jólum og hægt er að fara að draga yfirspennt börnin með í glápið er úrvalið enn meira. Fyrrnefndar Home Alone myndir eru magnaðar, undirrituð er þó alfarið a móti myndum örðum en númer 1 og 2, Santa Claus myndirnar, Miracle on 34th Street (báðar útgáfur góðar og gildar, þó litirnir í þeirri nýju gefi auka kikk), Elf er snilld og endalaust fyndin, svo má nefna The Polar Express og The Snowman sem er einstaklega falleg og hugljúf. 

Listinn er á engan hátt tæmandi og því tilvalið að skella sér á leitarsíður og finna mynd við hæfi. Fyrir hina miklu jóla-anda er þessi árstími sá besti á svo margan hátt, fyrsti snjórinn er hreint himneskur, haustlitirnir eins og náttúrulegt jólaskraut og myrkrið er sem mjúkt teppi sem veitir hlýju og gerir kertin að ljósum vonar og kærleika. Það er engin ástæða að missa sig í stress og leiðindi fyrir jólin. Njótið haustsins og aðventunnar yfir góðri jólamynd, bakið inn á milli og kaupið eina og eina jólagjöf, skellið ykkur á tónleika og hafið það kósý. Það er einfaldlega ekkert annað í stöðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir