Af þorraboxer og fuglahræðum

Guðni Þorri Helgason, Mynd í einkaeign
„Jú jú, við erum ósköp stolt og ánægð“ hálfhlær Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, hannyrðakona, bóndi og ökukennari með meiru. Tilefnið er að á dögunum var sonur hennar, Guðni Þorri Helgason, krýndur Þorri landsmanna 2011, í samkeppni sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson efndi til.
Guðni Þorri er myndarlegur ungur maður og greinilega vel að titlinum kominn. Ekki hefur keppnisbúningurinn heldur skemmt fyrir honum en eins og frægt er orðið klæddist hann heimaprjónuðum boxer nærbuxum frá móðurinni.

Sigurlína Jóhanna, eða Lína eins og hún er kölluð, hló við þegar blaðamaður óskaði henni til hamingju með soninn. Hún sagði að þau foreldrarnir sæju vel spaugið í þessu öllu, „Helgi var nú reyndar ekkert allt of ánægður með að Ölgerðin skyldi reyna að hafa af honum strákinn“ segir Lína og skellihlær, en Guðni Þorri var ranglega sagður Egilsson í fréttum af útnefningunni.
 
Hugmyndirnar vakna á næturna
Hvaðan fær hún allar þessar hugmyndir. Aðspurð segist Lína til dæmis hafa séð mynd í norsku blaði, fyrir að minnska kosti 20 árum og þaðan komi líklega rótin að boxer hugmyndinni. Hún prjónaði þær fyrstu fyrir þó nokkrum árum en rakst svo á norsku myndina fyrir skömmu og reyndust þá flíkurnar eiga fátt sameiginlegt annað en kannski litinn.
Lína og maður hennar Helgi Árnason, búa á jörðinni Snartarstöðum II við Kópasker. Þau stunda þar hefðbundinn sauðfjárbúskap og Lína segir margar hugmyndanna kvikna meðan hún vaki yfir féinu á sauðburði og svo hafi hún allt árið til að útfæra þær og koma í framkvæmd.

Skemmtilegar fuglahræður
Mynd:rikivatnajokuls.isÞeir sem átt hafa leið um þjóðveginn við Kópasker hafa tekið eftir og dáðst að sérlega skemmtilegum fuglahræðum sem standa við tjörn í túnfæti Snartastaða II. Á tjörninni er æðavarp sem þarf að verja fyrir ágangi máfa og annara vargfugla. Fuglahræðurnar eru orðnar fjölmargar og eru hönnun Línu, en hún og aðrir heimamenn smíða þær úr steypujárni og Lína klæðir þær svo og útfærir af mikilli hugvitssemi. Fuglahræðurnar virðastalla hafa eitthvað að starfa. „Það þurfa allir að vera að gera eitthvað“ segir Lína glettnislega. „Ef ég sé eitthvað á víðavangi sem ég held að ég geti notað þá hirði ég það, annars smíðum við bara það sem við þurfum" segir þessi kona sem virðist hafa endalaust hugmyndaflug og orku til að setja þær í framkvæmd.

Mest gaman að hönnuninni
Lína hefur hannað og framleitt kynstrin öll af flíkum. Hún segist ekki auglýsa vörurnar, enda er það ekki endilega framleiðslan heldur hönnunarvinnan sjálf sem henni finnst skemmtilegust. Í gegnum tíðina hefur hún engu að síður selt mikið af framleiðslu sinni og til að mynda hefur hún líklega prjónað og selt um 50 boxernærbuxur, svipaðar þeim sem Guðni Þorri klæðist sem Þorri landsmanna. Flestar hafa verið keyptar til gjafa  en einnig hefur hún selt nokkrar til sjósundsmanna. Þá veit hún til að boxernærbuxurnar hafi verið notaðar sem leikbúningar á þorrablótum og árshátíðum.
Heimöx er félag handverkskvenna við Öxarfjörð og Lína starfar með þeim . Þær reka söluskála við verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi og það hefur verið hinn opinberi söluvettvangur fyrir vörur Línu og samverkakvenna hennar.
„Annars eru það oft vinkonurnar sem hringja og spyrja hvort ég hafi ekki búið til eitthvað skemmtilegt sem hægt sé að gefa“ segir Lína. Gjafirnar hafa svo oft getið af sér nýja viðskiptavini.

Hinn mjúki plötulopi?
„Ég held að enginn ætli sér að vera í þessu“ segir Lína varlega, þegar blaðamaður hryllir sig yfir lýsingu Línu af kvennærfatasett úr íslenskum plötulopa, sem hún hefur prjónað til sölu og gjafa. Hún hefur einnig framleitt og selt karlmanns g-strengi.
Hvort salan á þessum skemmtilegu nærfötum eigi eftir að taka kipp í Mynd i einkaeignkjölfar umræðunnar um boxerbuxur Þorra landsmanna, skal ósagt látið en ljóst er að Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir má vera stolt og ánægð með alla sína framleiðslu, soninn, handavinnuna og smíðarnar.

Landpósturinn þakkar Línu kærlega fyrir spjallið og óskar henni góðrar skemmtunar og margra góðra hugmynda á komandi sauðburði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir