Af hverju gera fjölmiðlar þetta?

Mynd: usnewsleaks.com
Þann 6. febrúar mætti karlmaður á lögreglustöð í Hafnarfirði og tilkynnti að hann hafi myrt konu á heimilu sínu. Rannsókn málsins er ennþá á frumstigi.

Ég vafraði um netið á helstu fréttamiðla landsins. Það sem mér fannst undarlegast á mörgum vefsíðum var ekki fréttin sjálf heldur myndin sem sumar vefsíður létu fylgja með fréttinni. Hún var af húsinu þar sem maðurinn býr. Ég velti því fyrir mér hver tilgangurinn sé með því að birta mynd af húsinu? Ekki bætir DV málið með því að bjóða lesendum að skrifa athugasemdir við fréttina. Maður spyr sig einfaldlega hvort þetta sé rétt og viðeigandi. Sem betur fer hefur Landpósturinn unnið fréttina faglega og birti einungis mynd af Hafnarfjarðarbæ.

Júlíus Andri Þórðarson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir