Afinn; Verk með stórt hjarta

Gamanleikritið Afinn verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar þann 12. apríl í Samkomuhúsinu. Afinn er hlýlegt gamanleikrit þar sem Sigurður Sigurjónsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar kemur fram í sprenghlægilegum íslenskum einleik.

 „Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Hipparnir eru orðnir afar, þeir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta á Bítlana. En það blasa önnur, ný og erfiðari verkefni við: Gleraugu, flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og síðast en ekki síst – barnabörnin.“

Sigurður leikstýrði Bjarna Hauki Þórssyni í Hellisbúanum, sem er einn vinsælasti einleikur á Íslandi fyrr og síðar. Hann leikstýrði honum einnig í einleiknum Pabbinn. Nú skipta þeir um sæti og Bjarni leikstýrir Sigga í þetta skipti. Eins og Pabbinn er Afinn hlýlegt gaman, verk með stórt hjarta.

Leikverkið verður sýnt á Akureyri dagana 12., 13., 21., 22. apríl. Hægt er að panta sér miða á midi.is  eða í síma 460-0200Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir