Afleiðing klámvæðingar?

Eiga hjúkrunarfræðingar að ávísa getnaðarvarnarpillunni? var yfirfyrirsögn í Kastljósi RÚV í gær.(16. mars. 2012) Handa hverjum spyrjum við? handa börnum er svarið. HA! Nei það gengur aldrei að hægt sé að úthluta barni getnaðarvarnarpillu án vitundar og samráðs við foreldra. Þetta snýst ekki um það hvað hjúkrunarfræðingar geta eða eiga geta. Það er stór samfélagsleg spurning um verknað?

Er þetta afleiðing af klámvæðingunni sem hefur verið sl. ár. Nýlega kom fram ung stúlka og lýsti sínu sambandi sem stóð í heil fjögur ár og var afar óeðlilegt kynlífssamband. Það á að setja meiri peninga í fræðslu fyrir stúlkur og drengi um eðlilegt og fullnægt kynlíf heldur en að fara ávísa lyfjum á börn sem ekki hafa andlegan þroska til að stunda kynlíf. Þótt lífræðilega séu stúlkur farnar að hefja eggjaframleiðslu. Með hverjum eru 12 ára stúlkur að stunda kynlíf? varla jafnöldrum sínum þar sem drengir eru almennt seinna kynþroska. Drengir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna þess að þeir hafa stundað kynlíf með stúlkum undir 16 ára aldri. Hvernig eiga þeir að átta sig á þessu þegar stúlka langt undir lögaldri upplýsir að hún sé á pillunni sem hjúkkan hafi skaffað henni. Getnaðarvarnir eru fyrir bæði kynin en ekki bara á ábyrgð stúlkna. Hvar er smokkurinn?

Það geta verið læknisfræðilegar ástæður fyrir því að stúlka fer á getnaðarpillu langt fyrir aldur og er það þá í lækningaskini og í samráði við foreldra og stúlkuna sjálfa um læknisfræðilega inntöku en ekki í kynlífsskyni.

Mars 2012
Arna Jakobína Björnsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir