Áherlsur fjölmiðlamanna

Hvað er það sem fréttafólki finnst vera fréttaefni? Af hverju eru allt of oft gerð æsifrétt ef hún á að fá að komast í gegnum fréttanetið. Ágreining milli manna hafa þau mest gaman og að búa til hanaat. Svo eru þau hissa að „allt“ venjulegt fólk er tregt að mæta í viðtöl til þeirra þegar þau hafa hanaatið fyrir sér í öllum fréttatímum.  Halda þau að fólk hafi endalausa þolinmæði til að hlusta á fjölmiðla koma með viðtöl við stjórn og stjórnarandstöðu ríkisstjórnar Íslands um sleggjudóma og fordóma um menn en málefnið fer ofan garðs og neðar.

 

Kolbrún Bergþórsdóttir tók viðtal sem birtist í Sunnudagsmogganum 5. febrúar sl. við Hauk Inga Jónasson guðfræðing og sálgreinir en Haukur sagði
„Þar [í íslenskri fjölmiðlastétt] er mikið af fordómafullu ungu fólki sem býr yfir litlu innsæi. Það svífst einskis, sem getur verið nokkur kostur, en höfuðgallinn er að það skautar oft yfir það sem máli skiptir vegna þess að það sér það ekki. Í fréttaflutninginn skortir yfirlegu, ígrundun, rökvísi, siðfágun og það að taka næsta skrefið.“
Fjölmiðlamenn fáið Hauk Inga ykkur til skrafs og ráðagerðar við „að skilja hismið frá kjarnanum“.

Mars 2012
Arna Jakobína Björnsdóttir

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir