Áhrif og Eftirsjá

Brćđurnir Arnar og Rúnar Halldórssynir.

Miđvikudagskvöldiđ 13. október áriđ 1993 var bein útsending í Ríkissjónvarpinu. Meirihluti ţjóđarinnar beiđ í ofvćni eftir ţví ađ Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, birtist í allri sinni dýrđ međ ţátt sinn Á tali hjá Hemma Gunn. Ung fjölskylda í Vestursíđunni á Akureyri var ţar engin undantekning. Ţessari fjölskyldu tilheyrđi ég. Ţađ eru efalaust margir sem eiga einhverjar sögur af ţáttunum hans Hemma en ţessi ţáttur átti eftir ađ hafa gríđarleg áhrif á mitt líf, ótrúlegt en satt. Í ţćttinum komu međal annars fram leikmenn úr körfuknattleiksliđi Harlem Globetrotters. Ţeir léku listir sínar af sinni alkunnu snilld og heillađist ungi mađurinn, ég, gríđarlega. Í raun voru ţetta mín fyrstu kynni af íţróttinni sem ég hef bćđi iđkađ og ţjálfađ nánast allar götur síđan.

Síđar í ţćttinum komu tveir ungir drengir, búsettir í Noregi, fram íklćddir rauđum silkiskyrtum og hvítum buxum, vopnađir kassagíturum. Ţessir drengir heita Arnar og Rúnar, fyrir ţá sem ekki muna er um ađ rćđa brćđur sem komu fram undir nafninu The Boys. Ekki var ađdáunin minni en ţegar körfuknattleiksstjörnurnar amerísku léku listir sínar skömmu áđur. Á ţáttinn, sem ađ sjálfsögđu var tekinn upp á forláta VHS tćki, horfđi ég svo aftur og aftur og aftur. Áhrifin voru síđur minni ţví jólin sama ár fékk ég í hendurnar minn fyrsta gítar og hef ég ósjaldan gripiđ í gítar síđan og hefur lagavaliđ oftast nćr veriđ í anda ţeirra brćđra sem léku lög sem kallast ,,sixties tónlist" (vísun í áratuginn sem ţau komu út).

Ekki leiđ á löngu ţar til brćđurnir koma aftur til landsins og blása til tónleika. Mér stóđ til bođa ađ fara á ţessa tónleika í fylgd eldri systur minnar. Á ţessum tíma var fađir minn ađ vinna fyrir sunnan og buđu amma og afi mér međ sér suđur ađ heimsćkja hann. Ađ sjálfsögđu varđ ég spenntur en sú spenna breyttist fljótlega í mikla tilvistarkreppu, eitthvađ sem fjögurra ára drengur vissi ekki hvađ var. Fćri ég í ferđina myndi ég missa af tónleikum átrúnađargođanna. Ég, ađ vel ígrunduđu máli, ákvađ ađ heimsćkja pabba. Eins mikiđ og ég elska föđur minn, ţá er ţessi ákvörđun sennilega sú sem ég sé mest eftir ađ hafa tekiđ á ćvinni. Í ţau 21 ár sem liđin eru frá ţessari erfiđu ákvörđun hef ég ekki tölu á ţví hversu mörgum klukkutímum ég hef variđ međ honum föđur mínum en aldrei hef ég fariđ og mun aldrei fara á tónleika međ The Boys.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir