Stormur í aðsigi

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Ertu á leið útúr bænum? Ég myndi halda mig heima! Spáin er slæm og í þokkabót verður nóg um að vera í körfunni um helgina*

Strákarnir í meistaraflokk skreppa suður í dag og etja þar kappi við Ármenninga í Kennaraháskólanum kl 20:00. Þórsarar í grennd við höfuðborgina eru hvattir til að mæta en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður bein tölfræðilýsing á kki.is að vanda.

Á laugardaginn á svo meistaraflokkur kvenna leik við Breiðablik í Síðuskóla. Sá leikur hefst klukkan 15:00. Stelpurnar eiga harma að hefna gegn Blikum eftir súrt tap í Kópavogi.

Sunnudagurinn er svo heldur betur þéttur!

Unglingaflokkur kvenna ríður á vaðið klukkan 12:00 í Síðuskóla og líkt og hjá meistaraflokk er mótherjinn Breiðablik.

Síðan ætla þeir sem hófu helgina að slútta henni sömuleiðis. Strákarnir fá Reynismenn frá Sandgerði í heimsókn í Höllina og hefst sá leikur klukkan 16:00!

Liðin eru súr og svekkt með úrslitin síðustu helgi og ætla sér öll stigin sem í boði eru. Til þess þurfa þau stuðning! Láttu sjá þig og taktu þátt í veislunni!

Áfram Þór

*Undirritaður er leikmaður Þórs og því er tilkynningin örlítið rauðlituð.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir