Sumarbústaður í byggingu við Verkmenntaskólann á Akureyri

Landpóstur/Ómar

Undanfarin ár hefur bygging sumarbústaðar verið fastur liður á framhaldsdeild trésmíða við Verkmenntaskólann á Akureyri. Sumarbústaðurinn er byggður frá grunni og sjá nemendur á öðru ári alfarið um verkið, en þó undir styrkri leiðsögn frá kennurum skólans. Nemendur hefjast strax handa á haustin en hafa svo lokið verkinu fyrir tíð miðannaprófa á vorin. Í viðtali á vef Verkmenntaskólans segir Halldór Torfi Torfason, brautarstjóri byggingadeildar VMA „að bygging sumarbústaðarins sé mjög mikilvægt og lærdómsríkt verkefni fyrir nemendur, í því felist lærdómur á við marga fyrirlestra í kennslustofu. Hér sé um að ræða raunhæft verkefni þar sem nemendur þurfa að takast á við margt af því sem þeir þurfi að leysa úr þegar út á vinnumarkaðinn kemur.“  

Í ár komu ellefu nemar á öðru ári trésmíða að verkinu, en einnig koma nemendur í rafiðnaðardeild við sögu og leggja rafmagn í bústaðinn síðar í vetur. Sumarbústaðurinn er um það bil 50 fermetrar að grunnfleti, en einnig nær þak bústaðarins að hluta yfir veröndina sem gefur betra skjól. Sumarbústaðurinn kemur svo til með að verða seldur, en þannig næst upp í byggingakostnað með öllu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir