Akureyri keppir í Útsvari annađ kvöld - „Bćjarbúar lifa sig inn í ţáttinn“ segir Hilda Jana Gísladóttir

Hilda Jana Gísladóttir
Lið Akureyrar tekur þátt í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna, annað kvöld. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann hóf göngu sína árið 2007 enda alveg sér íslenskt efni þarna á ferðinni. Undanfarin ár hefur liði Akureyrar gengið vel í keppninni og vonandi verður ekki breyting á því í ár, liðið er nú komið í 2. umferð eftir sigur á Borgarbyggð fyrr í vetur. Það eru þau Pálmi Óskarsson, Erlingur Sigurðarson og Hilda Jana Gísladóttir sem að skipa liðið að þessu sinni. Landpósturinn setti sig í samband við Hildu Jönu í morgun og ræddi stuttlega við hana um þátttöku hennar í spurningarleiknum.

„Það kom e.t.v. ekki mikið á óvart hversu mikið áhorf Útsvar á RÚV hefur, hins vegar kom á óvart hversu mikið bæjarbúar lifa sig inn í þáttinn og var ég því guðslifandi fegin að við unnum fyrsta þáttinn gegn Borgarbyggð“ segir Hilda Jana sem starfar sem dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4. „Þrátt fyrir að ég sé nú nokkuð vön því að koma fram í sjónvarpi verð ég að viðurkenna að ég var dálítið stressuð fyrstu mínúturnar síðast, en svo var þetta bara þrælskemmtilegt.“

Hilda segist hafa virkilega góða menn með sér í liðinu, þá Pálma og Erling, sem hún kallar ofurheila og hefur því ekki miklar áhyggjur af spurningunum. Hún hefur meiri áhyggjur af leiknum sem er hennar aðal verkefni. Leikurinn, einn af vinsælustu liðum þáttarins, er hálfgert Actionary þar sem liðsfélagarnir eiga að geta upp á hvað hún er að leika. Engin takmörk eru á því hvað þarf að túlka, allt frá Davíð Oddsyni til ljósastaurs.

„Svo vona ég bara að við vinnum á föstudag og Hvanndalsbræður komist áfram í Evrovision á laugardag - þá verðum við Akureyringar sáttir eftir helgina“ bætir hún við að lokum glöð í bragði.

Já, það er aldrei að vita nema að við Akureyringar verðum sigurvegarar helgarinnar á RÚV. Landpósturinn mun a.m.k. fylgjast með afdrifum okkar fólks um helgina og greina frá.

-Sigurður Þorri Gunnarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir