Akureyri tapar ţriđja leiknum í röđ

Mynd: Sćvar Geir Sigurjónsson

Lítið hefur gengið hjá leikmönnum Akureyrar í undanförnum leikjum en félagið hefur nú tapað þremur leikjum í röð og þar af eru tveir heimaleikir. Þrátt fyrir það er liðið enn í öðru sæti N1 deildar karla sem er alveg sérstaklega jöfn og spennandi þetta tímabilið. Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi og sú skemmtilega staða kom upp að þrjú neðstu liðin unnu öll sína leiki þannig að nú eru aðeins þrjú stig frá neðsta sætinu upp í það næst efsta.

Samkvæmt Bjarna Fritz öðrum þjálfara Akureyrar er það algjörlega óásættanlegt að tapa tveimur heimaleikjum í röð en hann sagði liðið vera að vinna sig upp úr meiðslum og menn líklegast þyngri á sér en þeir eiga að vera. Leikurinn í gær var nokkuð spennandi þótt að Valsmenn höfðu undirhöndina bróðurpart leiksins. Heimamenn unnu sig þó aftur inn í leikinn nokkrum sinnum með góðum sprettum en náðu aldrei að fylgja þeim nægilega vel eftir.

Næsti á dagskrá hjá leikmönnum Akureyrar eru tveir útileikir. Fyrst er það bikarleikur gegn Víkingum sem eru í efsta sæti 1. deildar en svo er það erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. FH-ingar hafa verið að styrkja sig undanfarið og fengið til sín Loga Geirsson og Ásbjörn Friðriksson sem er uppalinn á Akureyri en báðir urðu þeir Íslandsmeistarar með FH árið 2011. Næsti heimaleikur hjá Akureyri fer svo fram þann 22. nóvember þegar leikmenn Fram koma í heimsókn norður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir