Akureyringar fagna nýjum sparisjóði

Mynd: mbl.is

Sparisjóður Höfðhverfinga var stofnaður 1. janúar 1879 er hann næst elsta starfandi fjármálastofnun í landinu. Fyrir þremur mánuðum opnaði Sparisjóður Höfðhverfinga útibú á Akureyri og hafa viðtökur nýja sparisjóðsins gengið vonum framar.

Sparisjóður Höfðhverfinga er orðinn 133 ára gamall og þrátt fyrir háan aldur hefur hann alltaf verið lítill en hefur nú tekið mikinn vaxtarkipp eftir að útibúið var opnað á Akureyri og viðskiptavinum fjölgað um rúmlega helming.

Stór hluti viðskiptavinanna er fólk sem hefur verið í viðskiptum við aðra sparisjóði sem lagðir hafa verið niður.  Akureyringar hafa tekið sparisjóðnum fagnandi enda búnir að missa hvern sparisjóðinn á fætur öðrum, nú síðast þegar Byr sameinaðist Íslandsbanka. Örn Arnar Óskarsson, útibússtjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga á Akureyri  segir í samtali hjá RÚV að talsverður fjöldi fólks komi til þeirra vegna þess að þeirra sparisjóður sé farinn af einhverjum ástæðum en Örn segir að skýringa á vinsældunum sé ekki síst að leita í því að fólk vilji styðja fyrirtæki í sinni heimabyggð.

Til að byrja með voru tveir starfsmenn í útibúinu en þar sem viðskiptavinum hefur fjölgað svo um munar hefur þurft að ráða fleira starfsfólk og stækka starfsaðstöðuna.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir