Akureysk ást í Mónakó

Ástin blómstrar
Glerártorgsfyrirsætan Stefanía Ingadóttir sem allir ættu nú að kannast við og snjóbrettaundrið Halldór Helgason hafa opinberað ást sína á Facebook.

Stefanía flutti upphaflega til Mónakó til þess að vera með Silju, mágkonu Halldórs, á meðan hann og Eiki bróðir hans sem er einnig snjóbrettastjarna, væru að ferðast út af snjóbrettabransanum. Halldór og Stefanía hófu að rugla reitum saman í kjölfar þess. Þetta var umboðsmanni Halldórs til mikils ama, þar sem að Halldór er samkvæmt honum dáður af kvenfólki, hann taldi því sambandið ekki vera gott fyrir frama Halldórs. Stefanía er nú þegar búin að fá nokkur „hótunarbréf“ síðan þau gerðu sambandið opinbert á Facebook í síðustu viku en hún tekur nú bara létt í það.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðamanns, eru þau gríðarlega hamingjusöm og eiga bjarta framtíð saman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir