Akureyskur söngleikur - viđtal viđ Hall Örn leikara sýningarinnar

Hallur Örn
Berness? "Já, takk og franskar á milli", er söngleikur eftir Pétur Guð og Jokku í leikstjórn Ívars Helgasonar. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur og er uppselt á allar sýningar, það hefur þó verið ákveðið að bæta við aukasýningum þannig ennþá er hægt að ná sér í miða á ekta akureyskan söngleik. Landpósturinn fór á stúfana og heyrði í einum leikaranum.

Söngleikurinn fjallar í stuttu máli um þjóðflokk sem kallar sig Akureyringa. Spurt er að því hvernig einn hluti Íslands geti verið svona sérstakur, jafnvel haft sitt eigið tungumál. Verkið var gert í tilefni af afmælisári Akureyrar og er eingöngu boðið upp á akureyska tónlist í því.
Það sem gerir þessa sýningu einstaka er að hún er sýnd í hinum sögufræga Sjalla, þar sem flestir Akureyringar hafa búið til einhverjar minningar í gegnum árin.

Hallur Örn Guðjónsson er Gagga Hæna í leikritinu, sem er besti vinur Gvendar Andskota, aðalpersónu verksins. Þegar hann er ekki á sviði að leika Gagga Hænu, þá er Hallur skemmtilegi ruslakarlinn sem allir þekkja. Landpósturinn lagði nokkrar skemmtilegar spurningar fyrir kappann.

Um hvað fjallar söngleikurinn Berness? "Já, takk og franskar á milli"? Þetta er gamansöngleikur sem fjallar um skemmtanalífið á Akureyri í gegnum tíðina með rómantísku ívafi.

Fyrir hverja myndir þú segja að sýningin væri? Í rauninni bara alla sem hafa gaman af því að hlæja og hlusta á góða tónlist. Ég heyrði af 10 ára dreng sem hló ekki minna en aðrir.

Af hverju ákvaðst þú að taka þátt í uppfærslunni á þessum söngleik? Fyrir 3 mánuðum þegar ég var kominn aðeins í glas og sat fyrir framan facebook sendi ég tiltekin skilaboð til Péturs Guð, sem er annar höfundur leikritsins: "Ég er ekki að gera neitt í lífinu, hvað á ég að gera?" Pétur sagði mér þá að mæta í prufur fyrir leikrit sem væri framundan, sem og ég gerði.

Varstu búinn að leika mikið áður en þú tókst þátt í þessari uppfærslu? Já, ég lék t.d. í Vínlandi eftir Helga Þórsson sem sýnt var í Freyvangsleikhúsinu og svo var ég í, Leitinni af strákunum.

Hvernig er stemmningin í leikhópnum? Ótrúlega góð stemmning, við erum meira segja orðin það háð hver öðru að þessa örfáu frídaga sem við höfum fengið, höfum við hisst og gert eitthvað saman.

Er stefnan sett á að leika meira í framtíðinni? Já mig langar í leiklistanám en ég er ekki nógu vel staddur fjárhagslega séð. En ég tek við frjálsum framlögum! Hafið samband við móður mína því ég kann ekki að fara með peninga. 

Hvað ertu að gera utan leiksýningarinnar? Það er því miður ekki mjög spennandi, ég er "bara" að taka ruslið hjá bæjarbúum. Þess á milli er ég heima hjá mömmu og læt hana stjana við mig því ég er prímadonna.

 Að lokum, hvað er mottóið þitt? Lottobaes 


Á hverri leiksýningu fá þau til sín gestasöngvara en hér má sjá Friðrik Ómar koma óvænt á sýningu.

Uppselt er fram til 20. október en ef áhugi liggur hjá fólki er búið að bæta við sýningum vikuna eftir þannig hægt er að nálgast miða á greifinn.is og í síma 7798777.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir