Aldrei of seint

Háskólasvæðið á Akureyri (Mynd: Akureyri.net)
Ég er þessi sem var lengi að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði “stór”. Eftir grunnskóla var ég frekar stefnulaus og þótti bara fínt að vera í vinnu og eiga þannig aur til þess að gera það sem mig langaði. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að verða móðir þegar ég var 19 ára og sonur minn varð akkerið sem vantaði í lífið mitt. Sem ung og einstæð móðirgekk lífið út á það að hafa ofan í sig og á. Það var gaman að geta unnið fyrir sér og okkurskorti ekki neitt.Þegar drengurinn minn stækkaði og ég nálgaðist þrítugt hafði ég unnið hin ýmsu störf semvoru flest afgreiðslu og þjónustustörf.

Mig langaði mikið til þess að geta aukið við þekkingumina og einnig að auka möguleika mina á vinnumarkaði. Það er ekki auðvelt að ná sér í stúdentspróf verandi eina fyrirvinnan á heimilinu. Ég skráði mig því í nám við Keili sembýður upp á lánshæft nám til stúdentsprófs. Það tók ég í fjarnámi og gat þannig unnið meðnáminu og bætt þannig upp tekjur heimilisins.

Eftir námið í Keili fór ég að líta í kringum mig og námið við Háskólann á Akrueyri varðfljótt álitlegur kostur þar sem ég var orðin vön fjarnámi og fann að það hentaði vel fyrir mig.Það sem þarf til þess að vera í fjarnámi er sjálfsagi og skipulag. Kennararnir eru auðvitaðmisjafnir eins og þeir eru margir og það getur tekið smá tíma á hverri önn að venjast hverjum þeirra.

Það getur verið sérstaklega skondið að hlusta á fyrirlestra og sjá ekki kennarann semer að útskýra uppi á töflu og sjá ekki neitt. Sumir þeirra eru líka með kæki sem að ég er ekki viss um að staðnmarnir taki eftir og ég hef oft setið skellihlæjandi yfir upptökunum. Það er auðvitað sumt sem að mætti betur fara varðandi fjarnámið. Eitt af því er bara tæknilega hliðin,gæði upptakanna og annað er samskipti fjarnema við skólann.

Í heildina litið er ég ánægð með HA og hlakka til að koma norður í febrúar. Það verður sérstaklega ánægjulegt að sjá kennarana augliti til auglitis og að geta tekið þátt í umræðum.Svo er á dagskránni að skella sér á skíði í Hlíðarfjalli og skoða menningarlífið á Akureyri.

Amma mín er 92 ára og hún hafði aldrei tækifæri til þess að mennta sig. Hún hefur hvatt migáfram og ég hugsa oft til hennar þegar ég verð löt og nenni þessu ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir