Aldurstakmark 30 ár

Í kvöld, laugardag 7. apríl verður Dynheimaball í Sjallanum þar sem N3 plötusnúðar, Hólmar og Þórhallur ætla að halda uppi fjörinu ásamt sjálfum Páli Óskari. Fjörið hefst strax kl. 23:00, svo það er ekki eftir neinu að bíða. Svokölluð Dynheimaböll njóta vinsælda á Akureyri,  en þar ræður ríkjum tónlist frá áttunda og níunda áratugnum og gefur fortíðarþránni byr undir báða vængi. 

Plötusnúðar kvöldsins þeyttu allir skífum í Dynheimum á diskótímanum og þykjast engu hafa gleymt, en að baki N3 plötusnúðum standa þeir félagar Dabbi Rún, Pétur Guð og Siggi Rún. Að sögn Péturs Guðjónssonar hjá N3 fór forsala vel af stað fyrir páska og hefur verið ótrúlega góð, sérstaklega í dag, en hann vildi að það kæmi fram að Sjallinn rúmar marga gesti, svo það er um að gera að mæta þótt fólk sé ekki  búið að tryggja sér miða. Sagði Pétur rosalega góða stemmningu vera fyrir kvöldinu og þeir félagar lofa feikna stuði. Nú gæti líka farið að verða síðasta tækifæri til að skemmta sér í Sjallanum, ef áform um að breyta honum í hótel ná fram að ganga. Aldurstakmarkið á dansleikinn er óvenjulega hátt, eða 30 ár sem mörgum finnst hið besta mál. Síðast var haldið Dynheimaball um verslunarmannahelgina síðustu og þá voru 1000 manns á staðnum í miklu stuði.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir