Allsber í sturtu

Mo Hamp

Monae Armijo-Hampton er 21 árs kona sem stundar nám við Washington háskólan í Seattle. Monae hefur verið á Íslandi síðastliðna tvo mánuði, ásamt samnemendum sínum úr mannfræði áfanga við Washington háskólan. Hér hafa þau verið kynna sér aðstæður og sinna ýmsum verkefnum.

Mo eins og hún vill láta kalla sig, er úr verkalýðsstétt, en hefur aldrei upplifað sig sem ríka eða fátæka. Foreldrar Mo koma frá mismunandi þjóðarbrotum, móðir hennar er hálf Mexíkósk og hálfur „Native American“ á meðan faðir hennar er svartur. Mo segir að það gefið sér mikið að hafa alist upp við þessa mismundandi menningarheima sem foreldrar hennar tilheyra.

Mo upplifði margt ólíkt við sína menningu á tíma sínum á Íslandi. Það er t.d. algjörlega óþekkt í Bandaríkjunum að skilja börn eftir úti án eftirlits. Ef þú skilur barn undir 13 ára aldri eftir úti, myndi einhver hafa samband við barnaverndarstofnun og barnið væri jafnvel tekið frá þér. Þesar reglur í Bandaríkjunum hafa verið settar vegna þess hversu algeng mannrán eru þar.  

Sturtumenning í sundlaugum á Íslandi er einnig eitthvað sem hún hafði aldrei upplifað áður. Í Bandaríkjunum er venjan að fólk þurfi bara rétt svo að skola af sér í sundfötum áður en það færi út í laug. En hérna hafi þeim hreinlega verið skipað að afklæðast og þrífa alla króka og kima áður en þau fengju að fara út í laug. Þarna voru þau, nemendurnir frá Washington háskólanum, flest að sjá vini sína nakin í fyrsta skipti, í sturtuklefum sundlaugarinnar á Akureyri. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir