Bob Dylan mætir ekki

Bob Dylan (mynd AFP)

Sænska Nóbels-akademían greindi frá því í dag að Bob Dylan hefði afboðað komu sína á verðlaunahátíðina 10. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá nefndinni segir að hún hafi fengið bréf frá Bob Dylan í gær, þar sem fram komi að hann hafi öðrum skyldum að gegna á sama tíma. Einnig kemur fram í bréfinu að Dylan óski þess að hann gæti mætt og ítrekaði hann jafnframt að honum þætti það „ótrúlegur heiður“ að hafa hlotið verðlaunin.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar þá sagðist Nóbels-akademían virða ákvörðun Dylans, en tók þó fram að það væri óvenjulegt að verðlaunahafar tækju ekki á móti verðlaunum sínum í Stokkhólmi.

Bob Dylan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár fyr­ir texta­gerð, en Dyl­an er einn þekkt­asti tón­list­armaður sam­tím­ans.

Dyl­an, sem er 75 ára að aldri, er fyrsti laga­höf­und­ur­inn til þess að hljóta verðlaun­in eft­ir­sóttu. Hann fær verðlaun­in fyr­ir að hafa skapað nýja ljóðræna túlk­un inn­an banda­rísku tón­list­ar­hefðar­inn­ar.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir