Flýtilyklar
Frestun brottvísunar vegna tillögu starfsmanns barnaverndarnefndar
Fyrr í dag var greint frá því á mbl.is að í nótt hafi átti að framkvæma brottvísun Fadilu, Abdelwahab og barna þeirra. Brottvísunin fór þó ekki fram eins og var ætlað og hefur henni verið frestað í einhvern óákveðinn tíma.
Fjölskyldan hefur búið á Íslandi í um tveggja ára tímabil og fæddust börn þeirra, Hanif og Jónína hér á landi. Árni Freyr Árnason er lögmaður fjölskyldunnar en segir hann að það sé ekki búið að aflýsa brottvísun fjölskyldunnar úr landi heldur hafi henni einungis verið frestað. Brottvísuninni var frestað vegna ráðleggingar starfsmanns barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar. Barnaverndarnefndarfulltrúinn sem mætti á staðinn bað lögreglumenn að hætta við aðgerðir vegna barnanna.
Líkt og kemur fram á mbl, er faðirinn með hæli og dvalarleyfi á Ítalíu og átti því að senda fjölskylduna þangað því það þótti líklegt að fjölskyldan fengi öll hæli þar, þar sem Abdelwahab er nú þegar með það.
Þar sem börnin fæddust bæði á Íslandi er ákveðið vafaatriði um hvort veita ætti fjölskyldunni leyfi fyrir dvöl hér á landi. Árni, lögmaður þeirra, segist hafa beðið kærunefnd útlendingamála um að endurskoða mál fjölskyldunnar vegna þessa. Hann segir fjölskylduna þó eiga litla von um framtíð á Íslandi og að eini möguleiki þeirra væri ef einhver ráðherra myndi skipta sér af málinu.
Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið undanfarinn sólarhring og hafa margir hneykslast á úrskurði útlendinganefndar. Myndband hefur verið birt af aðgerðum lögreglunnar í nótt og hefur það einnig fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum.
Vinkona Abdelwahab og Fadilu deildi þessari mynd á facebook vegg sinn, þar sem hún vitnar í 21. grein í lögum útlendingamála.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir