Jólaprófin fara senn að koma

Nóvember er hálfnaður og eftir nokkrar vikur byrja jólaprófin. Prófatíð er líklegast ekki í miklu uppáhaldi hjá neinum nemanda en alltaf er góð tilfinning að labba út úr seinasta prófinu sínu og vera komin í jólafrí eftir mikla vinnu annarinnar að fá smá frí. Mér datt í hug að setja niður nokkra punkta sem geta hjálað til í prófunum því þeir eiga það til að gleymast í prófastressinu.

  1. Mikilvægt er að borða vel þegar prófalestur stendur yfir. Heilinn þarf næringu til þess að taka við öllum þessum upplýsingum sem við tökum inn. Sykur og orkudrykkir eru ekki rétta mataræðið í prófum þótt mjög margir nemendur notist við það mataræði í prófum.
  2. Hreyfing. Nauðsynlegt er að standa örlítið upp frá bókum og fá sér ferskt loft. Þarft ekki að fara í ræktina og taka tveggja klukkutíma æfingu, nóg er að taka sér stuttan göngutúr kringum hverfið eða jafnvel standa bara upp og labba um í stofunni , bara fá blóðflæðið af stað áður en sest er aftur niður.
  3. Svefn. Er mjög nauðsynlegur í prófum. Líkaminn þarf minnst 7 tíma svefn hverja nótt til þess að hvílast almennilega fyrir átök dagsins. Erfitt er að reyna að lesa og einbeita sér af erfiðri og þykkri bók ef maður er illa sofinn.
  4. Námsumhvefið. Hvar ertu að læra? Áttu auðvelt með að truflast? Veldu þér stað sem þér líður vel við skrifborð og stól, ekki læra upp í rúmi, þá er mjög líklegt að þú komir þér vel fyrir og sofnir í miðjum lestri. Veldu þér stað sem enginn truflun getur átt sér stað og þú einbeitir þér 100 % af lærdómnum.
  5. Farsími. Margir í dag eiga snjallsíma sem trufla gífurlega mikið. Hver kannast ekki við að ætla kíkja á símann í smá stund en óvart klukkutíma síðar og þú ert enn í símanum. Setjum símann til hliðar og tökum hljóðið af svo þeir trufla ekki lesturinn. 
  6. Skipulag. Skipulagðu tímann þinn til prófalesturs. Hvenær ætlaru að taka þér pásu. Hvaða kafla ætlaru að lesa hvaða dag.  Með þessu er liklegra að enginn kafli gleymist í bókinni eða glærupakki. Skipulag er stór hluti af velgengi í námi. 

Gangi ykkur vel! 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir